Ömmi kastar teningum...

...og gerir það lista vel - tvennt hérna

 Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, var gestur í Silfri Egils, segir að það sé ljóst af máli Joly og Lipietz að hlustað er á Íslendinga og að svipað sé uppi á teningnum víða í Evrópu enda er sjálfstæði þjóðar mikilvægt í huga Evrópubúa. 

Sjálfstæði þjóðar er mikilvægt í hugum Evrópubúa - það er ég alveg viss um. Allar, svo til, eru þessar þjóðir í Evrópusambandinu, ekki satt. Hér á landi er svo alltaf talað um að menn tapi sjálfstæðinu með því að ganga í Evrópusambandið, er það svo? 

Síðar segir Ömmi svo:

Nú þegar þjóðin, lýðræðið tekur til sinna ráða, þá nýtum við hann að sjálfsögðu sagði Ögmundur. Hann segir að allir flokkar eigi að koma að málinu , að koma því af samningaborðinu og að sáttaborðinu.  En fyrst þurfi að komast að því hver lagaleg skylda okkar er. 

Nákvæmlega! Þarna er ég hjartanlega sammála Ömma, þetta er lykilatriðið: Hver er okkar lagalega skylda?


mbl.is Lipietz: Veikur málstaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Að gera ekkert. Icesave er ekki neitt sem Ísland á að gera neitt í. Bretar og Hollendingar eiga að borga þetta rugl. Gott á þá. Málið er leyst.

Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 15:07

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Er nú ekki viss um að málið sé svona einfalt, þó að svo væri óskandi.

Gísli Foster Hjartarson, 10.1.2010 kl. 15:37

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

27 af 49 evrópuþjóðum eru í evrópusambandinu.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.1.2010 kl. 16:03

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

49+ ætti það að vera þar sem í það minnsta 4 ríki í evrópu eru ekki alþjóðlega viðurkennd.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.1.2010 kl. 16:05

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Formsatriði málsins eru flókinn og bara handavinna fyrir þá sem sjá um það. Flækjan sem Bretar settu upp var til þess gerð að ná peningum frá Íslandi. Ekkert öðruvísi.

Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband