Landið með auðlindirnar

Hér er statt og stöðugt tönglast á því hversu ríkt Ísland sé af allskyns auðlindum  að það hálfa væri nóg. Ég er alveg sammála því að við erum rík af auðlindum. Við erum meira að segja það rík að hér ættu allir að geta lifað góðu lífi án þess að fara á taugum en einhvern veginn tekst okkur ekki að koma þjóðfélaginu í þann farveg, og hefur ekki heldur tekist ef að við lítum til baka. Miðað við tölur sem að ég heyrði minnst á í gær í fréttunum var fátækt meiri á Íslandi 2005 en á Norðurlöndunum, þetta eru árin þegar Dabbi krull sagði að hér á landi væri engin fátækt - hver haldið þið að staðan sé í dag?
mbl.is Fjallað um íslenska fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mig grunar að fátæktin sé mun meiri en nokkrar tölur sýna, og stöðugt styttist í kveikiþræðinum.

Hrannar Baldursson, 11.4.2010 kl. 10:47

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Illt er það ef þú hefur rétt fyrir þér Hrannar

Gísli Foster Hjartarson, 11.4.2010 kl. 10:55

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, þetta er ekki gott.

Mig grunar að flestir bíða eins lengi og þeir geta, leita allra annarra úrræða, áður en þeir leita til þess sem kalla má ölmusu. Aðrir sjóðir tæmast fyrst. Það hefði ég gert.

Opinberar tölur eru aðeins hið sýnilega. Veruleikann þarf hins vegar að finna með að kafa aðeins dýpra í forsendur og aðstæður, ekki aðeins tölurnar, þó að þær geti verið ágætis leiðarkort.

Hrannar Baldursson, 11.4.2010 kl. 11:05

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Hvað höfum við um auðlindirnar að segja þegar nokkrir glæpalarfar ráða yfir þeim og maka krókinn?  EKKERT

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 11.4.2010 kl. 12:47

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Hrannar það er krystaltært að fólk bíður eins lengi og mögulegt er, og því ert þú að hitta naglann á höfuðið. En mikið má margt vera rangt í ekki stærra samfélagi ef að þessar tölur eiga eftir að hækka verulega, nógu slæmt er það nú þegar.

Gísli Foster Hjartarson, 11.4.2010 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband