Til hamingju Reykjavík

Það birtir óneitanlega til yfir borginni við þetta, ja allavega séð svona héðan úr Eyjum. Er þess viss að þetta á eftir að breyta bæta og kæta borgina og neita að trúa öðru fyrr en annað kemur í ljós. Er orðinn svolítið þreyttur á fólk sem er með úrtölur varðandi Jón og félaga eins og þeir séu eitthvað lakara fólk en við hin þó svo að það hafi ekki hlaupið um borgina í flokksstuttbuxum og apað upp eftir þeim er notuðu buxurnar áður.

Geum nýjum tímum tækifæri - Legg þessa bókun sem samþykkt var einróma á borgarstjórnarfundinum (og ég stal af öðrum vefmiðli - dv.is) máli mínu til stuðnings þeir sem þekkja mig vita hvað ég er að fara, en fyrir aðra þá er ég að tala um þetta aukna samstarf sem hægt er að koma á bæði þarna og annarsstaðar.

Eftirfarandi bókun var samþykkt einróma:
Besti flokkurinn og Samfylkingin hafa gert með sér málefnasamning og þar með myndað meirihluta í borgarstjórn. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og VG eiga enga aðild að þeim meirihluta eða málefnasamningi. Vilji er hins vegar fyrir því hjá nýkjörinni borgarstjórn að auka samvinnu milli flokka og nýta krafta allra borgarfulltrúa í samræmi við vinnubrögð fráfarandi borgarstjórnar.

Í staðinn fyrir hefðbundna kosningu á milli lista meirihluta og lista minnihluta í ráð og nefndir hafa borgarfulltrúar náð samkomulagi um að bera fram eina tillögu að nefndarskipan til að ná fram auknu jafnvægi milli flokka í nefndum og ráðum borgarinnar. Fulltrúar meirihlutans munu fara með formennsku í fagráðum en formennska í hverfisráðum og starfshópum mun skiptast milli flokka.

Aðgerðarhópur borgarstjórnar í efnahags- og atvinnumálum, sem skipaður var á síðasta kjörtímabili, mun halda áfram sínum störfum og munu oddvitar allra framboða taka þátt í því starfi.

Að auki mun forysta ákveðinna verkefna og embætta vera óháð því hverjir eiga aðild að meirihlutanum. Þannig munu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og VG taka að sér embætti forseta og fyrsta varaforseta borgarstjórnar og leiða ákveðna starfshópa um ýmis mikilvæg hagsmunamál sem borgarstjórn telur brýnt að unnið verði að í samstarfi allra flokka eins og atvinnumálahóp, sem starfaði á síðasta kjörtímabili. Þetta fyrirkomulag er ákveðið til eins árs í senn.

Það er von allrar borgarstjórnar að þau skref sem hér eru stigin til áframhaldandi samvinnu allra borgarfulltrúa á vettvangi borgarstjórnar verði til heilla fyrir borgina og borgarbúa.

 


mbl.is Meira ímyndunarafl en rökhugsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband