Eru menn alveg að missa sig?

Manni finnst leiguverðið vera komið algjörlega út úr kú. Trúi því ekki að ég sé einn um að finnast það. Einhver nefndi við mig að það væri bara ódýrara að reyna að kaupa sér íbúð heldur en að standa í þessu. Er þá ekki markaðurinn orðinn ansi skakkur ef svo er? ....já og svo tók aðilinn fram að flestir vildu fá þetta greitt svart, en það er svo sem engin breyting þannig hefur það verið ansi lengi. Ef fólk er að heimta þetta svart er þá ekki eðlilegt að leiguverð sé lægra en ella? ....það hefði ég haldið.
mbl.is Einbýlishús til leigu á tæpar 6 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

10 fm einstaklingsherbergi á 65.000 kr. á mánuði

Þetta er nátturulega bara geðveiki...

Vandamálið við að kaupa er að jú þú borgar hugsanlega minna á mánuði heldur en leigan en höfuðstóllinn á láninu hækkar svo þú ert í raun alltaf verr settur að taka lán hér á landi eins og staðan er núna.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 17.8.2011 kl. 10:42

2 identicon

Við höfum verið að hössla á leigumarkaðnum fyrir sunnan síðustu 3 ár eða svo og erum að gefast upp. Erum alvarlega farin að líta í kringum okkur eftir íbúð til kaups. Að borga 150.000þ leigu fyrir 2-3 herbergja íbúð (ef hún finnst yfir höfuð) vs að borga 80-90þ + fasteignagjöld og tryggingar...

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 11:15

3 identicon

Þessar tölur eru geðveiki....

Ég leigi mína íbúð 90 ferm. í rvk 3 svefn og stofa á 80 þús...væri til að hafa 90 þús...en EKKI MEIR hef ekki samvisku til að leigja á meir...fólk þarf að lifa...

Svo leigi ég hér á Skaganum rétt tæp 50 ferm á 55 þús....sá hækkaði leiguna þegar hrunið kom....

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 18:27

4 identicon

Ég er að pæla hvort að Hiti og Rafmagn sé innifalið, svo er ég með kött og spurning hvort ég meigi hafa hann með í þetta fína dýra húsnæði. kötturinn er kassavanur.

valli (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 21:10

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Siggi ég var nú bara einhvern veginn viss að þið hefðuð

Valli skora á þig að kanna málið. Sérstaklega þetta með köttinn!!!

Gísli Foster Hjartarson, 17.8.2011 kl. 22:05

6 identicon

Ef maður kaupir íbúð, segjum 3 herb og er að borga eins og Halldór segir 80-90 þús + fasteignagjöld og tryggingar, gleymir hann alveg að reikna það að hann er í raun líka að skuldbinda sig til að borga "síðar" slatta meiri upphæð.  Því miðað við þessa afborgunarupphæð er lánið á íbúðinni ca 12 milljónir, en með einungis 4,5% vöxtum og því sem verðbólgumælar Seðlabankans stefna í í ár (6.8%)  Þá Yrði 12 millj. kr lánið hans Halldórs komið einhversstaðar vel yfir 13 millj. eftir árið ÞRÁTT FYRIR að hann hafi borgað af því 80-90 þús á mánuði + fasteignagjöld og tryggingar.....  Þetta er því miður það sem leigusalar þurfa að reyna að taka með í reikninginn því þeir eru ekki allir fjármagnseigendur, heldur fólk sem er að berjast við að halda eigninni sinni án þess að hún brenni upp í verðbólgubáli og bankinn hirði hana af þeim......   

Síðan kemur ríkið og leggur 20% skatt OFAN Á leiguna.....  Sem þýðir þá 20% hærri leiguverð (í viðbót)......   Sorglegt, en því miður eru stjórnvöld búin að koma því þannig fyrir að fólk stórtapar á því að kaupa sér húsnæði, hvort sem það er til einkanota eða il að leigja það út.....

Helga G (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband