Frábært! - Fagna þessu

Það verð ég að segja að ég fagna þessari hugmynd þeirra kumpána hjá Eimskip. Þetta lýst mér vel á. Held að menn eigi að sleppa þessari umræðu um Baldur sem átt hefur sér stað, Jújú vissulega stóðu þeir sig vel í sumar. En þær breytingar og sá kostnaður sem leggja þarf út í til að gera skipið löglegt hér á milli er mikill kostnaður sem alveg má spara - held ég bara. Höldum bara Herjólfi fram að nýju skipi. Umræðan sem var hér um daginn um Baldur var sérstök. Fá Baldur, of lítill fyrir vetrarsiglingar, já og  alltof lítill fyrir sumarið og ég veit ekki hvað - samt átti að fá hann. Held að við eigum bara að anda rólega. Notum Herjólf siglum honum þá bara í Þorlákshöfn ef þess er virkilega þörf annars í Landeyjahöfn, sem oftast vonandi. Við megum ekki gleyma að Herjólfur er gott skip sem hefur reynst okkur vel.

Málið er að það virðist alltaf gleymast í þessari umræðu að það þarf að klára höfnina. Gera hana klára í slaginn áður en við fáum nýtt skip. Menn verða að bera faglegan metnað til þess.Við vitum öll að það mun þurfa að dýpka þessa höfn reglulega, eins og margar aðrar, hættum að fárast yfir því - gerum það bara á faglegan hátt en ekki eftir einhverjum duttlungum.

Menn eiga líka að fá óháða útlenda aðila með þekkingu til að taka höfnina út - þetta eiga t.d. þingmenn að ganga í að fá gert. Þeir sjá um að fjármagni sé veitt í verkið og vilja væntanlega, eins og við hin, að við förum vel með þá peninga sem ríkið er að setja í hin og þessi verkefni. Hvort heldur er Landeyjahöfn eða eitthvað annað. Þjóðin er komin með upp íkok og aðeins ofar ef þessu kunningja og ættingja hjali í hinum og þessum úttektum. Fáum einstaklinga með þekkingu sem engan þekkja hér á landi.

Klárum svo þetta mikla hagsmunamál Eyjamanna, sem og annarra er þennan þjóðveg vilja nota, með  sóma.


mbl.is Eimskip frumhannar nýja ferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Þetta er aðvitað gargandi snilld.

Fyrst er hönnuð höfn sem ekkert skip í heiminum getur notað eða siglt að staðaldri.

Síðan á að hanna ferju sem á að passa í þessa höfn sem er ekki höfn.

Ætlar ekki einhver að stöðva þessa vitleysu .. bara spyr

GAZZI11, 29.10.2011 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband