Hvar er vasaklútur Gauta Þormars?

Afar sérstakur fréttaflutningur. Hélt að mbl.is væri yfir svona dapra fréttamennsku hafinn en svo virðist ekki vera. Þetta eru ekki svo háar tölur per haus þegar uppi er staðið. Hafa menn prófað að taka hótelherbergi í Reykjavík, ja eða annarss staðar, í 3 jafnvel 4 nætur? Hvað kostar það? Oft er þarna um að ræða hús með öllu innbúi fólks og aðgengi að öllum þeim þægindum sem fólk vill hafa í kringum sig. Ísskápar, grill, uppábúin rúm, salernis- og sturtuaðstaða, þægileg rúm og ég veit ekki hvað. Horfið á heildarmyndina.

Veit um hópa sem greiða allt frá 5750 per haus per nótt og upp í nokkuð meira og þarna er miðað við 3-4 nætur. Er ansi hræddur um að svona ódýr gisting finnist ekki í Reykjavík, ja nema í Laugardalnum og þá að þú takir með þér þitt eigið tjald.

Fínt að taka hausinn úr sandinum áður en menn fara að fabúlera um svona hluti. Kannski að pilturinn og félagar tjaldi bara þessa helgina.

En hvað sem öðru líður þó óska ég fólki góðrar skemmtunar um þessa helgi, sem og aðrar, og að allir komist heilu og höldnu í gegnum þessa daga. Alveg sama hvað þið takið ykkur fyrir hendur gott fólk þá segi ég: góða skemmtun 


mbl.is Hundruð þúsunda fyrir íbúð í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Nú er ekki verið að leigja hótelherbergi heldur svefnaðstöðu. Hvað hefur eigandi íbúðar uppúr krafsinu ef hann leigir íbúð á 250 þúsnund? Hverjir eru helstu frádráttarliður ef leigutekjur eru ekki gefnar upp til skatts? Gæti 200 þúsund verið hreinn hagnaður?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 06:45

2 identicon

Heyrðu elsku vinur, mér finnst þetta ekki snúast um okur, heldur er megnið af fólki að svíkja skatt og það er lögbrot! Það eru aðilar að reyna að halda úti fyrirtækjum eins og Hótelum og annað og borga fullu verði. 

Elísabet (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband