Ég fordæmi ofbeldi í mótmælum

Alveg sama af hvers völdum það er. Ég hef ekki séð betur á þeim myndskeiðum sem að sýnd hafa verið að lögreglan hefur upp til hópa staðið sig af mikilli prýði því sumir klárlega láta eins og fífl, ef að svo má að orði komast. AUðvitað eru ofbeldissinnaðir lögreglumenn til, strákar og stelpur sem nærast á action en sem betur fer er því fólki haldið í skefjum - Guð má vita hvað gerist ef að það lið missir sig.

Ég skil vel mótmæli fólk og styð þau og ég heyri ekki betur en að þau séu að skila sínu.

Þeir einu sem eiga eftir að koma sér úr hægindastólnum er íhaldið og þeir ætluðu að fela þetta í ESB umræðu en nú sé ég ekki betur en að landsfundurinn gæti orðið miklu skemmtilegri því það stefnir í ESB umræðu og væntanlega mikla kosningaumræðu, og ég trúi því ekki að hjörðin jarmi en í kór. - ætli mér verði boðið sæti á landsfundinum? Nú þarf það að gerast hjá Sjálfstæðisflokknum að ný nöfn koma fram, og helst nöfn sem ekki hafa verið áberandi innan flokksins, þannig séð ný andlit. Ég hlakka til að sjá hvað gerist.


mbl.is Tveir lögreglumenn slasaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.