Arfaslakt ....vægast sagt

Ekki var nú hátt risið á þessum framboðsumræðum í raun líkara jarðarför langtímum saman - er engin kraftur eða dugur í þessu fólki? Það örlaði kannski einu sinni eða tvisvar á því að fólk væri þarna til að takast á um málin og berjast fyrir atkvæðum kjósenda - svo er nú aumkunarvert þetta klapplið sem mætti þarna - jesús kristur hvað þetta er lummó. Hvað var þetta með megnið af spurnignunum sem lagðar voru fram þarna 90% af þessu eitthvað fyrirfram pantað af einhverjum af flokkunum, fæstir virtust vera að spyrja út fra hjartanum um málefni sem þau virkilega langaði að ræða um.

Þetta er eitt stærsta sjávarútvegskjördæmi landsins og umræðan um sjávarútveginn var nánast engin, ekki einu sinni Grétar Mar fékk að blása sig út yfir þeim málum, en reyndar kom í ljós að menn ætla að fara hægt í sakirnar varðandi það sem gera skal varðandi breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem að ég tel alveg komin tíma á að skoða.

Ok Vestmannaeyjar eru ekki nafli alheimsins, þó okkur finnist við stundum vera það, en umræðan um það sem snertir okkur var nánast engin, sjávarútvegur og samgöngumál, varla nefnt og hvað varð um ferðamannaiðnaðinn, er hann ekki til í þessu kjördæmi með allar þessar náttúruperlur - bara Vestmannaeyjar einar og sér eru vannýtt ævintýri útaf fyrir sig.

Ragnheiður Elín sannfærði mig ekki um eigið ágæti, samt erum við jafnaldrar, varð fráhverfari henni ef eitthvað er, Björgvin á ekki séns hjá mér ekkert siðferði í gangi þar, fannst Framsóknargaurinn frekar litlaus, Lýðræðishreyfingin fínn venjulegur gaur sama um Borgarahreyfinguna, þetta lið sagði allavega sína skoðun en talaði ekki í klisjum flokkanna. Eftir þennan þátt standa eftir Frjálslyndir og Vinstri Grænir eða Borgarahreyfingin, sem er nú sennilega það sem ég personulega á einna mesta samleið með í þessum kosningum.

En hvar er útfærsla á lausnum þjóðarinnar? Veit einhver hver staðan er í þeim pakka?

En það verð ég að segja að það held ég að útsendingartímanum hefði betur verið varið í að sýna beint frá úrslitakeppninni í handbolta að þessu sinni.


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Alveg vonlaus fundur með öllu, ekkert kom fram til lausnar fyrir fólkið í landinu, endalaus ESB vitleysa.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 20.4.2009 kl. 22:09

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

þú getur kíkt á stefnu borgarahreyfingarinnar á xo.is:)

það sem mér finnst óþægilegast er að það veit enginn nákvæmlega hve vandi okkar er stór - þeas hvernig mun þetta bitna á þjóðinni. ef við fylgjum eftir áætlun AGS þá er alveg ljóst að það verða þeir en ekki stefna flokkana sem ræður för. hvað þýðir eiginlega 50 milljarða niðurskurður? gat einhver svarað því í kvöld? hvað á að gera þegar atvinnutryggingasjóður tæmist? fer fólk þá á félagslegar bætur sem eru miklu lægri og tengjast tekjum maka og mun ríkið eiga nógu mikið af peningum til að greiða 2 milljarða á mánuði til þeirra sem hafa ekki vinnu. 

nú er suðurland mesta matarkista og matarforði landsins - ég held að það gæti verið ágæt hugmynd að í þessari ömurlegu neyð að á meðan við vinnum okkur út úr þessu að stórlækka raforkuverð til landbúnaðarins. það gæti verið rammi sem að tryggði að fyrirtæki og bændur færu ekki í þrot með sinn rekstur - það er eitthvað það versta sem við getum gert í upphafi heimskreppu að vera upp á innflutning á grænmeti komin og aðrar landbúnaðarafurðir - nú er lag að hugsa út fyrir ramman.

Birgitta Jónsdóttir, 20.4.2009 kl. 22:15

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Hvað ætli sé mikið áhorf á þessa framboðsþætti?????Ég sá megnið af þættinum í mínu kjördæmi...aðra ekki..vegna vinnu,en aðallega vegna ......æi segi bara pass...sama tuðið alltaf...

Halldór Jóhannsson, 20.4.2009 kl. 22:18

4 identicon

Ég hlustaði aðeins á þá ágætu frambjóðendur sem þarna voru á ferðinni og ég verð að segja að ég óttast framtíð þessa lands ef gæðin eru þau sömu í öðrum kjördæmum.  Ég bíð ennþá eftir að sjá frambjóðanda sem gerir allavega heiðarlega tilraun til þess að tala uppörvandi til þjóðarinnar og telur í hana kjark.  Ísland þarfnast leiðtoga og ef enginn finnst á næstunni vil ég Davíð í brúnna á ný.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 22:57

5 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Góður Jón Óskar..

Halldór Jóhannsson, 20.4.2009 kl. 23:33

6 identicon

hvernig getur nokkur búist við einhverju bitastæðu úr kjördæmi þar sem sjálfstæðisflokkurinn er með mesta fylgið...sorry hlítur að vera heiladautt kjördæmi..

zappa (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband