Seinkun - fyrning!

Það verður forvitnilegt að sjá hvað þetta plagg mun innihalda. Er viss um að þetta er ærið starf og Því kannski ekki undarlegt að tíminn sé aukinn til að ganga frá þessu plaggi. Eflaust vrða einhverjir aðilar hvítþvegnir, en aðrir kannski ekki jafnheppnir. Þjóðin bíður í spennt eftir því að sjá hvað kemur út úr þessari skýrslu - bæði það fólk sem rannsakað er, og reynir að fría sig öllum misgjörðum sem átt hafa sér stað,  sem og hinn almenni borgari - því það er nú svo að hinn almenni borgari þykist vita að víða er maðkur í mysunni og nú er kominn tími á að taka til í kompunni - hreinsa andrumsloftið - gefa nýju fólki líf og jarða þá sem mokað verður út.
mbl.is Rannsóknarskýrslu seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Erlent rannsóknarlið til landsins.

Spilling.  Stjórnvöld með fjórflokkinn í fararbroddi kaupa sér tíma. Ekki er ráðlagt að lýðurinn fái að sjá 10% spillingarinnar að svo stöddu. Hér á landi ríkir mikil óstjórn. Hrungerendur hafa haft tíma til að hylja sporin, en einhverjum verður þó fórnað. Ég spái því að þjóðin fái að sjá  um 10% spillingarinnar með störfum rannsóknarnefndar Alþingis.

 Hér á landi verður engin sátt nema að hingað streymi erlendir sérfræðingar til rannsókna á stærsta bankasvindli Evrópu.  JJB Sports í Bretlandi hefur fengið sérstakt rannsóknarteymi á sig enda eru þar Kaupþings bankamenn í flæktir í gerningum sem Bretar vilja rannsaka ofaní kjölinn. Það myndi ekki geta gerst á Íslandi, þar sem fjórflokkurinn verndar "sitt fólk".  Bretar beita Landsbankann og Kaupþing hryðjuverkarlögum, við vitum ekki enn vegna hvers. Hvað er í gangi. Er ekki hægt að segja þjóðinni frá sannleikanum, er hann svo svakalegur? Niður með fjórflokkinn, byltingu strax.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 14.10.2009 kl. 14:45

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það verður forvitnilegt að sjá þetta Sveinbjörn Ragnar, hefur lengi læðst sá ljóti grunur að mörgum að reynt verði að hylja ákveðnar slóðir varðandi gerð þessarar skýrslu.

Gísli Foster Hjartarson, 14.10.2009 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband