Björn Valur og skynsemin

Það verð ég að segja að Björn Valur er þarna séður og dregur sig í hlé á meðan aðrir míga utan í staurinn. Það er eins og það sé bara alltaf samstaða um allt í þessum samtökum. Á undanförnum árum hefur maður oft heyrt sjómenn tala um að menn hafi þurft að láta í minni pokann gagnvart útgerðaraðilum í kjarabaráttunni. En hvort rétta leiðin hjá reiðum farmönnum og fiskimönnum eru þessi viðbrögð skal ósagt látið. En menn verða líka að gera sér grein fyrir því að þetta er ekki að skella á með einni handsveiflu heldur í nokkrum þrepum og nú er það væntanlega farmanna og fiskimannsambandsins að berjast fyrir því með kjafti og klóm að haldasvipuðum kjörum inni eftir öðrum leiðum. -Þeir hljóta að bíta frá sér varðandi það.
mbl.is Segir sig frá trúnaðarstörfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björn Valur var 7 mín að bjarga fjármagnseigendum sem eru kvótamenn, OK sjómenn sumir eru með góð laun og borga hátekjuskatt,

sveinbjörn (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 20:46

2 identicon

Var mest hissa á að hann skyldi ekki gera eins og restin af gungunum úr vinstri grænum, fara í barneignafrí þegar gefur á bátinn. það gerði Guðfríður Lilja amk svo hún þyrfti örugglega ekki að kjósa um Icesave, þó hún sé á móti því, þá var hún ekki svo mikil manneskja að geta setið inni á þingi og greitt atkvæði á móti. Hún er smápeð. Björn Valur nær þeim status ekki einu sinni. Hann er bara eitt lítið núll og nix.

joi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband