Hækkar vonandi meira fljótlega

Menn hljóta að selja Icelandic Group fyrir mánaðarmót, engin ástæða til þess að sitja á þessu batteríi.
mbl.is Eignir lífeyrissjóða jukust um 2,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki Liverpool?

Alveg var ég viss um að þarna væri verið að koma af stað sögu um hver ætti að taka við Liverpool liðinu í sumar. Auðvitað var búið að nefna nafn Diego Armando Maradona í tengslum við Blackburn en ég hélt að þeir myndu leita á önnur mið. En það er greinielgt að þessu liði liggur ekkert sérstaklega á að ráða fyrst að kappinn ætlar bara að skreppa til Englands þegar snjóa leysir!!!! Kannski er þetta Aston Villa?

Það yrði nú líflegt að fá Maradona til Englands, hvort hann myndi ná árangri þori ég ekkert að segja til um. 


mbl.is Maradona á leið til Englands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúi á kraftaverk!

Loksins, loksins sigur, kominn tími til. Jafnt var fyrir síðasta leikhluta en þá hrukku menn í gír og kláruðu þetta, reyndar mikið um meiðsli hjá Cavs. Suns tóku sprett í stöðunni 90-90. 15 sigurleikurinn í vetur en tapleikirnir eru 20 og því en brekka framundan. Grant Hill fór útaf meiddur. Nash með 17 stoðsendingar og 20 stig. En svo hittu þeir félagar Channing Frye og Jared Dudley vel úr 3ja stiga skotum. 9 skot niður af 15. Channing Frye með 2falda tvennu 12 fráköst og 16 stig, óvenju gott hjá honum. Robin Lopez með 15 stig og 3 varin skot. Þegar þeir 3 ná góðum leik er kannski ekki skrýtið að við skulum í fyrsta skipti í langan tíma hafa sigur í fráköstum, 51- 49 - tæpt en samt.....

 "The frustration has been mounting for three months. This is hard ... We have to prove it every day."
-- Nash on the Suns, who are battling to squeak into the playoffs this season after driving to within two wins of The Finals last year.


mbl.is James fór hamförum í Portland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo kvörtum við!

Það stendur ekki á okkur að gaspra og góla. Við sem sennilega höfum það einna best af íbuúm jarðskorpunnar.  ...Athyglisvert að þrátt fyrir að þarna sé um að ræða 800 þúsund manns þá er sagt að það hafi farið ört fækkandi í flóttamannabúðunum á undanförnum mánuðum.


mbl.is 800.000 búa í flóttamannabúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaninn kominn á hnén!

Það er ég hræddur um að Bandaríkjamenn séu komnir á hnén nú þegar bæði Össur og Ögmundur hafa talað til þeirra með hvössum tón.

En þetta mál er nú hið furðulegasta og ég verð að játa að ég er pínu hissa á Bandarískum yfirvöldum eða vera að elta þingkonuna okkar svona uppi. Geta þeir ekki bara gerst vinir hennar (followers) á Twitter?


mbl.is Sjónarmiðum komið á framfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maggi Vals í bikarnum

Ja hérna hér fengum við ekki liðið hans Magga Vals á útivelli í bikarnum. Watford í bikarnum er nú eitthvað sem gerst hefur áður og ef ég man rétt þá hefur það ekki farið vel. En að þessu sinni munum við gera drengina hans Elton John raddlausa - einhvern veginn kemur Elton John alltaf upp í hugann þegar félagið ber á góma, jú og Heiðar Helguson. - Þetta verður forvitnilegt

Hefði nú frekar viljað fá dráttinn sem United menn fengu þ.e.a.s. Southampton svona til að fá aftur suðurstrandarslag, það hefði verið gaman.


mbl.is United dróst gegn Southampton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstakur Torres

Torres sennilega búinn að átta sig á hlutunum?

„Nú þurfum við að standa saman sem aldrei fyrr. Við verðum að lifa í nútímanum, og hugsa um einn leik í einu. Við þurfum að fá fleiri stig, vinna leiki, og styrkja stöðu okkar í deildinni. Það er okkar áskorun og ég krefst þess að við fáum til þess fullan stuðning okkar fylgismanna.

Skrýtið að þessi yfirlýsing skuli ekki hafa komið með Hodgson var þarna, ætla menn að vakna allt í einu núna? Ætli stuðningsmennirnir búi á hann eins og Hodgson þegar hann fór fram á svona stuðning?


mbl.is Torres krefst fulls stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ég í liði með...

...sir Alex. Hlutirnir reddast ekki við það eitt að láta Hodgson fara, hef enga trú á því. Ég hafði meira að segja trú á að Hodgson gæti hægt og rólega lyft þeim aðeins ofar en við fáum víst ekki að sjá hann glíma við það. Held að Liverpool þurfi núna að taka til hjá sér fram á vor og koma svo sterkir inn næsta haust! EN vandamálið er þetta. Ef að meistari Dalglish á bara að vera til vorsins, á þá nýr stjóri bara að fá sumarið til að stilla saman strengi varðandi liðið? Er ekki rétt að ráða sem fyrst mann sem fær að vinna með liðið og vinna í hópnum fram á vor og sjá þá hverja hann vill losna við og hvar hann vill setja inn ný andlit.

Liverpool menn geta nú heldur betur hresst upp á tímabilið hjá sér með sigri í dag, en gerist það? Spái 2-0 fyrir United


mbl.is Ferguson: Sorgleg niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myljandi góður Messi

Það verður ekki af því skafið að blessaður drengurinn er snillingur.


mbl.is Messi magnaður í 12. sigrinum í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnaðarefni

Þá er loksins búið að vígja blessað tuðrusparkshúsið sem brátt mun væntanlega hljóta nafnið Eimskipshöllin. Það voru létt spor að stíga þarna inn í dag og sjá þessa glæsilegu aðstöðu sem þarna er í boði fyrir íþróttafólkið. Það verður eitthvað annað að æfa á vetrum fyrir krakkana við þessar aðstæður heldur en að þurfa að standa á malarvellinum og berjast við vindinn og sandfokið, já eða snjóinn (þó ekki sé það nú oft). Auðvitað á maður sjálfur margar skemmtilegar minningar af malarvellinum, rétt eins og leiðinlegar. en það veit ég að maður hefði tekið svona aðstöðu fegins hendi. Það er gott að peningar Hannesar Smárasonar fyrir hlutinn í Hitaveitu Suðurnesja eru að nýtast í eitthvað gott í bæjarfélaginu. Eitthvað sem flestir ættu að geta notið góðs af ef þeir kæra sig um. Fyrst og fremst sé ég þetta nú sem hús fyrir æsku þessa bæjarfélags og vonandi á maður eftir að sjá stórstígar framfarir hjá knattspyrnu- og frjálsíþróttakrökkum með tilkomu þessa húss.

Til hamingju Eyjamenn allir


mbl.is Nýtt fjölnota íþróttahús vígt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er bara að fylgjast með á netinu

Þetta var væntanlega síðasti leikurinn með landsliðinu sem að maður sér í sjónvarpinu að sinni. Hér eftir er allt laæst og maður mun því reiða sig á internetið til að sjá hvernig mótinu vindur fram. Missti reyndar af byrjuninni í dag en þetta var flott og og verðskuldað. Það er vonandi að liðið nái að halda haus í gegnum mótið þá eru menn til alls líklegir. - Áfram Ísland
mbl.is Hreiðar: Vörnin var snilld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3-1 sigur í slagnum

Góður sigur hjá mínum mönnum í dag gegn Portsmouth. Portsmouth mönnum voru eitthvað pirraðir í dag og Kitson fauk útaf á 14 mínútu og svo fengu þeir 6 gul spjöld í viðbót á meðan leikmenn Brighton fengu ekkert. Hemmi kom inn á í hálfleik fyrir Kanu og nældi sér í gult spjald. Þó bikarinn sé ekki aðalmálið þetta tímabilið þá var þetta góður sigur og færir okkur kannski eitthvað af peningum í kassann í næstu umferð. Aðalatriðið er þó að komast upp um deild og hefja næsta tímabil á nýja vellinum í næst efstu deild.

Hlakka nú samt til að sjá hverja við fáum í næstu umferð.


mbl.is Notts County sló Sunderland út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suðurstrandarslagur

Það verður suðurstrandarslagur í dag á Withdean stadium í Brighton þegar Hemmi Hreiðars og félagar í Portsmouth koma í heimsókn. Bíð spenntur eftir útkomunni úr þeim leik. yrði ekki leiðinlegt að slá Portsmouth út úr bikarnum þósvo að ég geri mér ekki miklar vonir og finnist í raun mun mikilvægara að gott gengi í deildinni haldi áfram en þar erum við enn á toppnum eftir 2 góða sigra í upphafi árs.
mbl.is Bikardagur í Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband