4.1.2011 | 12:36
Fáránlegt rok!!!
![]() |
Hvassar vindhviður og sandfok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2011 | 08:28
Upp úr sandkassanum!
Veit ekki með VG en í kringum mig er megnið af fólkinu þeirrar skoðunar að klára eigi þessar viðræður og greiða svo atkvæði um samninginn. Fólk er orðið þeirrar skoðunar að það vill ekki hafna einhverju sem að það hefur ekki hugmynd um hvað er. Það er líka fullt af fólk, og því fjölgar hraðast, sem sér ekki að stjórnmálamenn okkar séu að höndla stjórnina á landinu og sjá þessar viðræður sem ákveðna pressu á að menn á þingi standi sig og fari að sjá út úr eigin ranni.
Held að "öfga" mennirnir þarna í VG gleymi stundum að það er þjóð þarna út sem er vel treystandi til að taka ákvörðun um þetta þegar þar að kemur. Finnst að menn ættu að hætta þessu grjótkasti innbyrðis og treysta þjóðinni til að taka þá ákvörðun sem að hún telur að sé sér fyrir bestu. Það er nóg af öðrum verkefnum sem menn eiga að vera að takast á um á þessari stundu, svo mikið er víst.
![]() |
Átökin mest um ESB-stefnu VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.1.2011 | 08:18
Bíðið nú við
Er ekki talað um að menn geti notað þetta fé nánast að vild? Uppfært hitt og þetta og endurnýjað. Í Guðanna bænum takið féð og notið það til slíkra verkefna og sparið ríkinu stórfé á þessum niðurskurðartímum. Komið út úr torfkofanum. Þjóðin mun svo ákveða fyrir ykkur hvort að við göngum þarna inn eða ekki.
Finnst náttúrulega frábært þegar menn tala um að hér þurfi að skera þetta og hitt niður svo geta menn þarna stolist til að nota þessa peninga til að létta á niðurskurðinum og færa hluti nær nútímanum þá segja menn nei - já það er margt skrýtið í .....
![]() |
Styrkir vegna ESB-umsóknar er viðkvæmt mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.1.2011 | 22:22
Mikill fengur ef....

![]() |
Taylor ræðir við Newcastle |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.1.2011 | 22:14
Útbrunninn!
Ég held að það væri glapræði fyrir Blackburn að eyða þessum peningum í Ronaldinho. Jújú víst er hann nafn sem gaman væri að sjá í búningi félagsins en ég held að hann færi félaginu ekki það sem að þeir eru að sækjast eftir. Held einfaldlega að enski boltinn hæfi honum ekki og allra síst að vera í liði sem er ekki upp á marga fiska í úrvalsdeildinni. Launin gætu freistað Ronaldinho en ég held að hann velji frekar að fara þangað sem að hann veit að hann á möguleika á að verða lykilmaður sem tekið er eftir. .....en ég er ekki Ronaldinho svo ég hef í raun ekki hugmynd um hvar hann endar þó ég hafi hér í frammi mínar vangaveltur.
![]() |
Blackburn staðfestir tilboðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2011 | 18:10
Ha! Komnir í vinnu!
.....það þekki ég úr mínu sjávarplássi að menn eins og sjómenn fá oft frí í nokkra daga yfir hátíðarnar. En að það skuli vera frétt í sjálfu sér að þeir séu byrjaðir að róa aftur kemur mér svolítið spánskt fyrir sjónir. Það vitum við öll að þeir snúa aftur til vinnu eins og aðrar starfsstéttir þegar fríi líkur. ÉG er ekki viss um að þeim finnist það virði fréttar að vera mættir aftur til vinnu. Svo stórt líta sjómenn nú ekki á sig, hefði trúað því upp á þingmenn og aðra slíka.
Vona bara að þetta ár verði fengsælt og færi okkur góðar tekjur og já að það verði stórslysalaust það er nú það sem að maður óskar öðru fremur. Svo skulum við líka vona að árið verði gott hjá okkur sem höfum fastland undir fótunum þegar við stundum vinnu okkar.
![]() |
Sjómenn byrjaðir að róa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.1.2011 | 16:39
Að henda peningum annarra!
![]() |
Borgar 121 milljón fyrir óbyggt hús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2011 | 14:25
Gera menn of miklar kröfur?
Nú er ekki eins og Liverpool liðið hafi baðað sig upp út titlum síðustu ár og því velt ég því fyrir mér hvort þessar kröfur á Hodgson séu of miklar að svo stöddu. það er ekki eins og Liverpool sé með lið sem er líklegt til þess að landa mörgum dollum eins og er. Það þarf nú meiri vinnu en 4-5 mánuði til að breyta liðinu í sigurlið úr því sem komið var. Veit ekki með ykkur hin en ég hef haft þó nokkra trú á að Hodgson landi titli hjá Liverpool og ætla að halda mig við það - þar til annað kemur í ljós.
En það er svo sem vitað mál að sá aðili sem verður stjóri næst þegar (og ef) Liverpool verður enskur meistari verður tekinn í Guða tölu. Hvort það verður Hodgson sem þá verður í brúnni skal ég ekki fullyrða um.
![]() |
Rush: Hodgson þarf tíma og stuðning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2011 | 12:40
Það er 2011 er það ekki?
![]() |
Íhuga að banna stutt pils |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.1.2011 | 08:53
Slæmt tap, en Nash seigur
Hörmungar tap gegn Sacramento Kings á útivelli. Leikurinn tapaðist með 5 stigum sem er náttúrulega skelfilegt þegar horft er til þess að menn voru með góða forustu eftir 3 leikhluta - síðasti leikhluti tapaðist með 13 stigum, 16-29. Menn voru konmir 14 stigum yfir í 4 leikhluta en töpuðu síðustu mínútunum með 2 stigum gegn 19. Ekki gæfulegt ef menn vilja láta taka sig alvarlega. Í fráköstum tóku Suns 32 en Kings 60.
Það jákvæða við leikinn var að Nash hitti úr öllum skotum sínum í leiknum, í annað sinn í vetur ef að ég man rétt, 20 stig og 12 stoðsendingar hjá honum. Framundan eru Lakers á miðvikudaginn, Knicks á föstudaginn og svo Cleveland á sunnudaginn, allt heimaleikir.
![]() |
Lakers steinlá á heimavelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2011 | 08:36
Svo sannarlega borg óttans!
![]() |
Liggur þungt haldinn eftir tilefnislausa árás í miðbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2011 | 08:30
Hugur í mönnum
Búið er að fjalla um þetta verkefni í nokkurn tíma og gaman verður að sjá hvort menn koma þessu ekki í höfn og efla þar með atvinnu á Seyðisfirði/Austurlandi. Kannski að aðilar í öðrum landshlutum geti horft til þeirra er að þessu verkefni koma og leitað þar eftir hvatningu til að koma af stað einhverju slíku verkefni í sinni heimabyggð......og það eins og menn virðast ætla að gera þarna, án ríkisaðstoðar.
Vona að þetta gangi allt upp.
![]() |
Færa verksmiðju í heilu lagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2011 | 21:51
Aðeins á Íslandi?
![]() |
Fær ekki bætur að fullu vegna vanskila atvinnurekanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)