Getur trútt um talað!!

Velti því fyrir mér hvað Clinton dömunni gengur til með þessu. Ætli hún myndi ekki ropa ef að rússar settu út á niðurstöður dómstóla í málum í USA. HEld að hún ætti að einbeita sér að dómsmálum í heimalandinu frekar en þessu, þó svo að hún sé utanríkisráðherra. Ekki eins og kerfið þar sé fullkomið, frekar en annarsstaðar geri ég ráð fyrir.

Hefur ekkert heyrst í Össuri í dag?


mbl.is Clinton gagnrýnir Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartsýni er þetta!!!

Ætla nú ekki að missa mig í þessari umræðu nú frekar en aðra daga en finnst bæjarstjóri minn detta þarna i full mikla svartsýni. Kannski er þetta bara taktík hjá honum en ég er ekki viss um að sú taktík haldi. Auðvitað verður eitthvað um frátafir og slíkt eins og maður reiknaði svo sem með en hvort það verður viðvarandi er svo annað. Eigum við nú ekki að sjá hvað gerist með tilkomu þessa nýja dýpkunarskips þegar það skilar sér til landsins.
mbl.is Haldið opinni í lengstu lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilhlökkunarefni

Það verð ég að segja að það er eins og að fá síðbúinn jólapakka að sjá að góðir leikmenn eru að snúa til baka, og hann er ekki einu sinni í mínu liði þessi dúddi. Það er bara svo miklu skemmtilegra þegar stjörnurnar eru með. Hrikalegur leikur í kvöld spái 2-2 en þú?
mbl.is Lampard loks í byrjunarliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mickael Pietrus stimplar sig inn

Slakt að tapa gegn Clippers þó á útivelli sé. menn virtust vera að ná þessu í gang í þriðja leikhluta og kom muninum niður í 1 stig en allt kom fyrir ekki og menn töpuðu síðasta leikhluta með fjórum stigum og leiknum með fimm. Já það er dýrt að lenda undir 18 gegn 33 í fyrsta leikhluta. Unnum reyndar þriðja leikhluta 29 gegn 18 en...... Það jákvæða við leikinn var að Mickael Pietrus sem kom frá Orlando kom inn af beknum og gerði 25 stig. Setti niður 5 3ja stiga. Nash annars í brúnni með 15 stoðsendingar, 21 stig og 4 fráköst.

Átrið endar á heimleikjum gegn 76'ers, miðvikudag, og Pistons á föstudag. Það verður eitthvað að fara að gerast enda liðið komið með 13 sigra og 16 töp.


mbl.is Spurs aftur á sigurbrautina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt

Þetta er mikið fagnaðarefni. Sé nú fram á að minn maður verði í liðinu gegn mínum mönnum í bikarnum í upphafi nýs árs. Vona að Hemmi eigi góðan dag nú sem endranær ....koma svo vinur.

Nú vantar bara fréttir af því að Ívar Ingimarsson sé kominn á fullt sem lykilmaður í sínu félagi, eins og vera ber þegar hann er annarsvegar.


mbl.is Hermann loks í byrjunarliði Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími á......

.....að eitthvert annað lið en Chelsea, United eða Arsenal vinni ensku deildina. Af þessum liðum er náttúrulega lengst síðan Arsenal vann hana og því kannski fyrir okkur hlutlausu mest gaman að sjá þá taka þetta. Ég fór á Emirates um daginn í fyrsta skipti og hreifst af leik Arsenal. Þeir spiluðu glimrandi vel í þeim leik og unnu Fulham. Voru aular að vinna ekki stærra. Það sem var athyglisverðast við Arsenal í þeim leik var hvað Theo Walcott var lélegur eftir að hann kom inná. Hélt að við Íslendingarnir sem sátum saman værum einir um þessa skoðun en svo var ekki þessi harði kjarni í kringum okkur var í sama liði sögðu að oftar en ekki gerði hann ógagn en gagn. Ég varð svekktur þegar Man City tókst ekki að komast á toppinn yfir jólin hefði haft gaman af því að sjá eitthvað nýtt þarna á toppnum - komminn tími á að sjá eitthvað nýtt þarna. Liverpool hefur reyndar tyllt sér þarna ef ég man rétt en þeim hefur ekki en tekist að halda haus út heilt tímabil síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Þeirra vandamál núna er nýtt af nálinni nú þurfa þeir að skrúfa á sig haus áður en að mótinu líkur ef ekki á illa að fara. Ég hef reyndar verið þeirrar skoðunar það sem af er þessu tímabili að Roy Hodgson komi hausnum fyrir og liðið rétti úr kútnum, en tíminn vinnur ekki með þessari skoðun minni.
mbl.is Ancelotti: Allir hrífast af Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liverpool menn!

Jæja stuðningsmenn Liverpool geta þá haldið áfram að halda gleðileg jól og þurfa ekki að hafa áhyggjur af stigatapi fyrr en í fyrsta lagi þegar þeir mæta úlfunum á heimavelli á miðvikudaginn. Alveg er ég viss um að það kætir marga þeirra!

Búið að fresta hjá Brighton gegn Dagenham & Redbridge á útivelli. Við eigum Charlton Athletic á heimavelli á miðvikudaginn vonandi fer sá leikur fram. Styttist óðum í suðurstrandarslaginn gegn Portsmouth í bikarnum.


mbl.is Frestað hjá Liverpool og Everton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl frétt er þetta

Það er ég hræddur um að Dabbi krull og yfirmenn á mbl þurfi að fara að taka í hnakkadrambið á blaðamönnum þarna hjá sér. Það er orðið nánast daglegt brauð að menn birta innistæðulausar fréttir og nánast sk´´alda upp fyrirsagnir og annað til þess eins væntanlega að geta sagt að þeir hafi fengið klikk á fréttina sína. - Blaðamenn verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki bloggarar. Fréttin segir

Erill hjá lögreglunni í Eyjum

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og í nótt, en þar var veður einna verst á landinu. Þar að auki voru skemmtistaðir opnaðir eftir miðnættið og líf og fjör var því í bænum þrátt fyrir veðrið.

Allt gekk þó stóráfallalaust fyrir sig og fór skemmtanahaldið vel fram að sögn varðstjóra.

Sá snjór sem var í Vestmannaeyjum er nú á bak og burt en ekki varð vart við tjón vegna fjúkandi hluta eða vegna vatnsaga.

Þarna gefa menn í skyn í fyrirsögn að erill hafi verið hjá lögreglu en samt gengur fréttin út á að ekkert hafi í raun gengið á því allt fót vel fram. - Rugl er þetta. Hver var þessi erill? Mætti ég biðja viðkomandi blaðamann að taka inn lýsið sitt áður en hann fer í vinnu á morgnanna?


mbl.is Erill hjá lögreglunni í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurrasti útvortis en....

....hvað með innvortis? Hvernig ætli innbyrðing á áfengi hafi verið í ár miðað við önnur ár. Hvað á að reikna með að mikið hafi verið drukkið af heimabruggi? Hefur drykkjan minnkað? ...eða bara salan hjá ÁTVR. (ath. í þessu tilviki stendur ÁTVR fyrir Áfengis og TóbaksVerslun Ríkisins en ekki ÁTthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík - eflaust má nú samt fá upp sölutölur frá báðum aðilum!!!!)
mbl.is Eitt af þurrustu árum SV-lands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítaveður

Maður er nú ánægður með það það sem af er dags að ekki hafa verið einhver jólaboð í fjölskyldunni, því hér er djö.... skítaveður þessa stundina. Af hverju ætli þeir feðgar í efra séu að láta svona veður dynja á okkur á kringum hátíðna sem tileinkuð er fæðingu frelsarans? Ætli við höfum verið svona út úr kú síðastliðið ár að nú skal láta okkur kenna á því? Verst er að fjölskyldan er að græja sig í að fara út í veðrið í matarboð..........en það hlýtur að hafast.

Farið varlega þið sem ferðast þurfið.


mbl.is Ekkert ferðaveður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En verið að gefa í skóinn?

Skyldi þetta hafa verið síðbúinn jólasveinnn? ....og ekki einu sinni í réttum búning?
mbl.is Gekk á milli húsa og reyndi að komast inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skjóta sér leið inn í jólin!

Ekki er það nú með þessum hætti sem fólk óskar sér að jólin gangi í garð, En engu að síður staðreynd í þessu tilfelli. Það sorglega við þetta er að þetta er í höfuðborginni okkar þar sem að manni finnst einhvern veginn að svona lagað eigi ekki að eiga sér stað.  En það má með sanni segja að það hafi allavega 6 aðilar farið í jólaköttinn!
mbl.is 6 handteknir vegna skotárásar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt skip - Góð jólagjöf

Kíkti niður á bryggju í snjókomunni og barði skipið augum. Hið glæsilegasta fley. Hlakka til að fá ða fara um borð á annan í jólum og skoða herlegheitin.

Ekki slæm jólagjöf handa okkur Eyjaskeggjum að fá þetta fley hingað inn í höfnina í fyrsta skipti. Hjartanlega til hamingju Sigurjón Óskarsson og fjölskylda með þetta glæsilega skip.


mbl.is Þórunni fagnað með flugeldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.