Hvaða rugl er þetta eiginlega?

Eru ekki menn alltaf að tala um að hann sé saklaus? Til hvers í andskotanum á þá að láta málið niður falla þegar það er komið í þennan farveg? Er ekki margfalt betra að fá sýknudóm og ganga beinn í baki frá þessu öllu saman. Það er ég hræddur um. Það hlýtur að vera betri tilfinning heldur en að hafa það alltaf hangandi yfir sér að maður sé ekki saklaus. ....eða er þessu kannski öfugt farið ef maður er í pólitík?
mbl.is Málið gegn Geir verði fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sukkið heldur áfram

...ekki læra heima gott fólk!!! Bananar hér og bananar þar það eru bananar alls staðar!!!!
mbl.is Starfsfólk Arion gat keypt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öngstrætið reddar þessu!

Íslendingar kunna þetta. Þó hér á landi búi álíka margir og í meðalgtu í stórborg þá vantar ekki að við höfum lausnirnar, kjarkinn og ráð undir hverju rifi til að leysa heimsmálin - verst að það er ekki horft eins á okkur og okkar snilld af þeim sem horfa inn í búrið í gegnum rimlana!!!
mbl.is Ræddu leiðir til að endurvekja friðarferlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kannski það besta...

...sem hefði getað komið fyrir þjóðina? Það er að segja allsherjar hrun!!! Menn hefðu kannski þurft svona hrikalegan skell til að átta sig betur á alvarleika þeirra vandræða sem búið var að koma okkur í!!!!

Skuldir falla,
á allt og alla,
hjónin skilja,
svo leika sér,
nú er hátíð,
myntkörfu og friðar,
komið er að skuldastund.

Æðri stéttir,
brosa og hittast,
hlæja að hinum,
almúganum,
fá sér konna,
fagna sigri ríkra,
en hve gaman er nú þá.


mbl.is Munaði bara mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Megn táfýla?

Það skyldi þó aldrei vera ástæðan fyrir því að þeir hanga enn og að nú vilja aðilar á svæðinu losna við þá!!!
mbl.is Sokkar á snúru í hálft annað ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég heppinn!!!

Hjá mér einfaldlega dugar að fá mér eitthvað rautt á nefið og Rúdolf er klár. Ekki gera hlutina flókna Smile
mbl.is Búðu til þinn eigin Rúdolf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullið tækifæri!!!

Þarna er tækifærið fyrir útrásarvíkingana okkar að opna útibú. Þetta mun allt fara á flug fljótlega aftur og því er um að gera að mæta á svæðið í lægð - er ekki örugglega einhver annar að benda þeim á þetta líka?
mbl.is Þriðjungi færri ferðast til Egyptalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur árangur

Til hamingju með þetta stelpur og allir er að þessu verkefni koma. Frábær árangur á fyrsta stórmótinu. Það eru ekki mörg ár síðan maður haugsaði með sér að við myndum aldrei ná neitt í kvennahandbolta. Sú var tíðin er nú alls ekki staðan í dag, sem er frábært. ...vonandi verður framhald á þessum árangri.
mbl.is Ísland í 12. sæti eftir sigur Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinn og klár skandall!

Veit ekki hvað skal segja en kann illa við mig svona í meirihluta!!! Er nefnilega sammála þeim er vilja marsera áfram með bakpokann og ljúka viðræðuferlinu. Skrýtinn tilfinning þess meirihlutatilfinning, pínu óþægileg!
mbl.is Meirihluti vill ljúka ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mugi-mania

Frábært framtak hjá pilti. Ekki hægt að segja annað. Er nú samt svo skrýtinn að ég er þeirrar skoðunnar að það eigi að rukka eitthvað örlítið inn. Segjum 1000-1500 krá haus - held að flestir myndu fagna því, kannski ekki eins mikið og þegar það er frítt inn en miðað við það gangverð sem er á tónleikamiðum þá er þetta ekki mikið en myndi færa honum fyrir kostnaði og rúmlega.

En framtakið er gott og þakkarvert. - læt mig ekki vantar þegar kappinn kíkir í Eyjar út. Síðan er það Þjóðhátíðar- eða goslokanefndar að sjá til þess að hann verði hér og spili í Herjólfsdal næsta sumar. Nenni ekki að hlusta á eitthvert væl í sambandi við það - bara ganga frá því.


mbl.is Mugison býður á fleiri tónleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var að koma röltandi heim.....

....í þessu líka lítt spennandi veðri en samt engin ástæða til að tuða um of! Kom aðeins við í Vöruval á leiðinni heim og skrölti þetta því með íþróttatösku og innkaupapoka. Hitti engann á tveimur jafnfljótum en það voru svona 5 bílar sem ég mætti á ferðinni frá prentsmiðjunni og heim. Já og einhver á tæki að ryðja hérna við endann á Skeifunni. Flestir greinilega bara heima við að dunda sér eitthvað, nákvæmlega eins og það á að vera í svona veðri.  Vonandi gengur þetta fljótt yfir.  Snjórinn búinn að vera óvenjulengi finnst manni núna, en kannski er maður bara svona fljótur að gleyma.  - Njótið þess sem eftir er dagsins.
mbl.is Ófærð í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru menn ekki að grínast?

Eru Lífeyrissjóðirnir þarna? Hvað eru þeir að gera þarna? Held að mönnum sé ekki sjálfrátt. Talandi um að vera fastur í sömu hjólförunum og svo frv.......
mbl.is Fengu lífeyrissjóðir mest?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liverpool á möguleika

Stór eykur möguleika Liverpool á sigri að "Air Heiðar Helguson" skuli vera fjarverandi. Liverpool liðinu veitir ekki af svona gleðitíðindum til að takast á við leikinn í dag Wink  Á nú von á að Rauði herinn vinni þetta 2-0 ákveðnum aðilum sem ég veit að eru í stúkunni til mikillar ánægju. ....en það breytir því ekki að mávarnir eru mitt mál. Líkar ekki stóru fiskarnir.
mbl.is Heiðar ekki með QPR gegn Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband