...and they go marching on

Flottur sigur. Erifð fæðing en svo sem aldrei nein hætta. Okkar lið er nokkrum klössum fyrir ofan það rúmenska. Guðjón Valur er náttúrulega ekki hægt leik eftir leik - magnaður skrattakollur, ekki eins og við séum að átta okkur á því núna fyrst. En þetta er ekki einstaklingsíþrótt og þetta er flottur hópur sem við eigum. Honum er áfram vel stýrt þó Guðmundur karlinn hafi dregið sig í hlé. Það er vonandi að menn naí ða halda þessu flugi eitthvað áfram. ...til hamingju piltar - áfram Ísland.
mbl.is Sjö marka sigur og Ísland á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð fyrsta frétt

Það er nú gott að vakna þennan morgunin og sjá þetta sem fyrstu frétt í íþróttadeildinni á mbl.is. Var ansi upptekinn í gær og sá ekki netmiðla eða heyrði í útvarpi og vissi því ekkert um úrslit leiksins fyrr en bara núna rétt áðan - kátur, kátari kátastur verð ég þegar ég rölti héðan út núna á eftir til að skella mér í ræktina. Verð í Snæfellsbolnum frá henni Önnu Maríu í ræktinni í dag. Góðan boðskap á að bera út. ....Flott strákar - áfram Snæfell
mbl.is Snæfell á toppnum eftir sigur á KFÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú reynir á City

City menn þurfa að klára leik sem þennan til að halda áfram á réttri braut í að verja titilinn. Menn mega ekki tapa fyrir liðum eins og West Ham sama hvort það er heima eða að heiman!! Ætli menn hafi þetta af? Chelsa hikstaði. United tóku Arsenal nánast í kennslustund. Arsenal liðið ekki alveg að ná takti þessi misserin en það getur nú breyst fljótt. Tottenham, ja Tottenham er bara Tottenham ;)
mbl.is Markalaust hjá West Ham og Man. City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða helvíti

Það verð ég nú að segja ða Django Django var nú klárlega eitt af þeim böndum sem mér þótti hvað eftirsóknarverðast á þessari hátíð - á reyndar ekki miða en það skiptir ekki máli - flott band

 


mbl.is Tónleikum Django Django aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessuð blíðan......

...hlýtur að vera handan við hornið.

Þetta er búinn að vera fínn hvellur að þessu sinni - gott að fá að ná kannski andanum í nokkra daga eftir þetta. Þetta er nú bara byrjunin á vetrinum.  En siglir Herjólfur í Landeyjahöfnm, með það er nú almenn kátína þó svo að ferðaveðrið sé nú ekkert þannig séð í augnablikinu.


mbl.is Stormur fram eftir degi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Malarvöllurinn farinn!!!!

Malarvöllurinn í Löngulá í Vestmannaeyjum er fokin í húsinn í hverfinu - örugglega mikil hamingja í hverfinu!!!. Skil reyndar ekki alveg hvað allt þetta dekkja- og spýtnadrasl sem þarna er búið að vera óhreyft í góðan tíma hangir á svæðinu, en sá áðan að það var aðeins farið að hugsa sér til hreyfings!!!!

Vona að sem flestir sleppi frá þessu fjöri án mikilsskaða - fór partur af grindverki hjá mér áðan í heilu lagi. Flaug svona þrjá metra og virðist hafa flogið yfir bílinn hjá mér - sá allavega ekkert á bílnum við fyrstu skoðun en flekinn lá heill við hliðina á honum!!!!

 


mbl.is Litlu mátti muna að illa færi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna hér.....

......þarna örlar bara á smá common sense - gott til þess að vita ef svo er. Hitt var náttúrulega út úr kú vægast sagt.
mbl.is Ekki umbunað fyrir að falla frá kauprétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það tókst!

Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar var með Facebook status í gær sem sagði: Er ekki kominn tími til að vinna leik í Njarðvík. ....það tókst en ekki var fæðingin auðveld - þetta hefur verið alvöru, hefði glaður viljað sjá þennan leik. - Dominos-deildin verður skemmtileg í vetur er alveg viss um það
mbl.is Tvíframlengt þegar Stjarnan vann Njarðvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verður forvitnilegt

Það verður gaman að sjá hvernig Atla kemur til með að ganga með Sandgerðispilta. Það gekk nú ekki vel þegar hann var að Hlíðarenda. En eins og segir í fréttinni þá var það síðasta starfið í þjálfun hjá honum. En hann hefur nú sýnt það áður að hann hefur nokkuð margt fram að færa og ætti því að geta veitt strákunum suður með sjó innblástur til að sækja fram á við og fara kannski upp um deild. Þetta verður forvitnilegt og ég hlakka til að sjá hvernig kappanum kemur til með að ganga.

Þó að það komi til með að ganga vel hjá honum og liðið fari á flug þá á ég ekki von á að við fáum aftur Atli Goal skóna frá Puma á markaðinn!!!!


mbl.is Atli þjálfar Reyni í Sandgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sletta skyrinu..........

Þetta er bara jákvætt. Menn þurfa bara að fá stærri samninga. Held að það sé alveg ljóst að við munum aldrei anna þessu innanlands eins og þarna hefur strax komið í ljós. En það er í lagi á meðan menn geta halað inn á að láta aðra framleiða fyrir sig.

Brátt munu menn komast yfir skyr í hverri höfn!!!!!  Hvort sem mönnum líkar betur eða verr.


mbl.is Kaupa skyr fyrir milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

0-1

Byrjunin  eins og maður reiknaði með. Tap í fyrsta leik. Ekkert óvænt og framundan eru leikir gegn Detriot, Miami og Orlando.  Maður fer ekki fullur bjartsýni að skoða töfluna á næstu dögum. jújú early days en ágætt að byrja vel til að halda andanum góðum. Gætum náð 1-3 eftir fjóra leiki ef vel viðrar en gætum líka verið með 0-6 eftir fyrstu 6 - vona ekki
mbl.is Annað tap hjá Lakers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...engin lending strax!

Handboltalandsliðið okkar er ekkert að fara að lenda á næstunni sýnist mér. Það verður á flugi áfram og mun halda áfram að gleðja okkur í 95% tilvika - meira er ekki hægt að fara fram á. Glæsilegur hópur sem við eigum - góður þjálfari - þokkalegasta umgjörð. - Hvað meira er hægt að biðja um? Áfram Ísland
mbl.is Sýning hjá Aroni og Guðjóni Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þetta verður til að.........

....Björgvin G. færist neðar eða út þá er þetta hið besta mál, frá mínum bæjardyrum séð.
mbl.is Oddný býður sig fram í 1. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.