...ekkert að frétta á Emirates!!!

Arsenal-liðið mætti nú varla til leiks í fyrri hálfleik. Bayern mörgum klössum ofar á köflum. Síðari hálfleiku skárri af hálfu Arsenal manna og fengu nú þetta prýðisgóða tækifæri til að jafna 2-2. Síðan er það hælspyrna í góðri sókn sem kostar það að Bayern menn ná að sækja hratt, skora og gera út um leikinn og einvígið!!! Hef enga trú á því að Arsenal nái að vinna þetta til baka - ekki nokkra einustu trú - því miður.

Maður hélt að Arsenal menn myndu hysja upp um sig buxurnar eftir bikartapið, en það var engu líkara á köflum en að þeir væru ekki en búnir að ná sér en eftir það. 

Hverja ætli Bayern fái í 8-liða úrslitum? 


mbl.is Bayern í kjörstöðu eftir 3:1 sigur á Emirates
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki spurning

Held að blessaður drengurinn hitti þarna naglann á höfuðið, hann verður kallaður til baka fyrr en síðar. Gæti samt orðið á láni 3 tímabil í viðbót en svo hefst aðlögunin og hann mun taka við. Kæmi mér ekkert á óvart þó Chelsea myndi reyna að láta Chech fara á þeim tímapunkti þegar að þeir geta en fengið eitthvað af penignum fyrir hann. Magnaður markvörður Chech sem verður 31 árs seinna á árinu, 10 árum eldri en Courtois. Kæmi mér ekkert á óvart þó að þeir yrðu látnir taka eitt tímabil saman og berjast um stöðuna við þriðja mann.    ....svo má líka vera, og við skulum ekki láta okkur bregða ef það gerist, að Chelsea fari í eltingaleik við einhverja aðra markverði og hendi Courtois og jafnvel Chech líka. Það yrði slæm færsla en hvað veit maður þegar Chelsea er annars vegar? 
mbl.is Courtois: Tek við af Cech eftir tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband