4.2.2014 | 17:46
Gott að búa í Kópavogi!!!
Ja hérna hér. Er alveg viss um að það er gott að búa í Kópavogi, rétt eins og víða annars staðar á landinu, en mikið er ég orðinn sannfærður eftir fjörið þarna síðustu ár að það er ekki gott að taka þátt í pólitík í Kópavogi. Gæti alveg hugsað mér að búa í Kópavogi en í Guðanna bænum ekki biðja mig að skella mér í bæjarpólitíkina þarna, nema að það standi til að breyta andrúmsloftinu þarna til batnaðar, þá gæti ég hugsað mér að taka þátt og fara fyrir slíkum breytingum.
![]() |
Saka formann kjörnefndar um ósannindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2014 | 16:14
Þó það nú væri
Ég veit ekki með ykkur en mér hefði þótt það dónaskapur ef þetta hefði verið bannað. Held að það sé nú sérdeilis í lagi að menn dreifi pínu áróðri fyrir betri tannheilsu í skólum borgarinnar, hið besta mál segi ég.
En þú?
![]() |
Borgin leyfir tannburstagjafir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2014 | 08:37
Ekki möguleiki
Það er ég ansi hræddur um að við eigum ekki möguleika í þessum riðli, ja nema að öll liðin fái að fara áfram!!!! Hin liðin einfalldega allt of sterk fyrir okkar menn. Gætum kannski aðeins strítt þessum liðum á heimavelli en svo er það búið. Vona nú samt að liðið sýni mér fram á að ég hafi rangt fyrir mér - það er í þeirra höndum.
![]() |
Þrautin þyngri að komast á EM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2014 | 07:38
vá hvað þetta er orðið þreytt
Þessar samningaviðræður eru nú orðnar ansi langdregnar og þreytandi - í raun ótrúlegt að menn skuli ekki en vera búnir að landa einhverju samkomulagi sem orð er á gerandi. - við skulum vona að það komi í þessari umferð.
![]() |
Boðið til makrílviðræðna á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2014 | 07:30
Eru menn ekki að grínast?
hélt að menn væru að grínast þegar ég sá fyrirsögnina á þessari frétt. Þarna um borð er sérkennilegur en skemmtilegur hópur íslenskra karlmanna sem hafa góðan húmor og taka oft sprellið á lífið, Kæmi mér ekkert á óvart þó að þetta væri bara grín hjá þeim til að komast í blöðin, þeir hafa ekki séð loðnu frekar en aðrir nema þá í aðgerð. - prakkarar
![]() |
Bergey VE fékk loðnu í trollið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)