Já karlinn minn

Svona er nú þjóðin skrýtin hér í norðri. Þjóðin ætlar að borga ykkur en ekki á þessum kjörum. Ætlar að kjósa um það! En heyrir maður raddir þess efnis að fólk heldur að með ákvörðun forseta þá sé þjóðin að neita að borga IceSave - en svo er nú aldeilis ekki.

Gaman verður að heyra viðbrögð erlendis frá og hvað menn þar munu taka sér fyrir hendur gagnvart Íslendingum - það er í raun stóra málið. - Við munum reyna að strögglast á móti en árangurinn er en óljós.

- Var þjóðin að láta forsetann gera sér greiða eða óleik?


mbl.is Hollendingar óánægðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

óleik... Þetta á allt eftir að fara í bál og brand með þessari ákvörðun og við endum með að lepja dauðan úr skel eins og litháar og förum til annara landa til að rupla og ræna eins og þessar þjóðir sem hafa flutt sig hingað einungis til að stela .. og fl..

Inga (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 12:19

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ríkisstjórnin mun ekki koma þessum sjónarmiðum á framfæri erlendis,  svona miðað við hvernig henni hefur gengið hingað til að gera það.

Fyrri lög um ríkisábyrgð eru í gildi, með ákveðnum fyrirvörum sem vernda fjárhagslegt sjálfstæði Íslands, fyrivörum sem þessi lög hefðu gert að engu eða a.m.k. mjög litlu.

Jóhannes H. Laxdal, 5.1.2010 kl. 12:30

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Jóhannes fyrri lög standa víst er það en afleiðingarnar eru óljósar við þessa ákvörðun.

Gísli Foster Hjartarson, 5.1.2010 kl. 12:37

4 identicon

Hinn almenni borgari er svo einfaldur að hann trúir því að húsnæðis- og bílalán muni lækka ef við neitum að greiða af Icesave. Fólk mun kjósa með maganum, hugsunin mun ekki ná lengra.

Sérstakt að forsetinn áliti sig ennþá ,mann fólksins í landinu", hans tími er löngu liðinn. Hann hefði átt að koma fram á náttfötunum með úfið hár...

Láki (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 12:53

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Láki Icesave er búið að samþykkja - spurning um kjör - þjóðin hefur nú studnum verið sökuð um að hugsa með maganum - ég held að þetta geti hafavverið mikill óleikur þrátt fyrir að fyrra samkomag standi. Forsetinn er með þessu kannski bara að  reyna ða vekja þjóðina af blundi og gera henni grein fyrir alvarleika hrunsins?

Líst reyndar vel á þessa hugmynd með úfna hárið en held að við sjáum það ekki fyrr en ég verð forseti!!!!

Gísli Foster Hjartarson, 5.1.2010 kl. 13:01

6 Smámynd: Sigursveinn

Þetta er spurning um kjör og fyrirvara.  Ekki um það að við ætlum að neita að borga.  Svolítið "scary" að fyrirsögnin á sky news er "Iceland refuse to pay"  Vantar algjörlega að Ísland eignist almennilegan talsmann erlendis. 

Sigursveinn , 5.1.2010 kl. 13:32

7 identicon

það er nú málið....það sem er rétt og það sem ,hinn almenni borgari" heldur að sé rétt.  Það mun reynast erfitt að upplýsa skrílinn í Bretlandi. Kosningar framundan þar í landi og kreppa, halda menn virkilega að verðum teknir einhverjum vettlingatökum? Þetta er gamalt nýlenduveldi sem ber litla virðingu fyrir okkur.

Láki (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:42

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Svenni ég held að einhver málsvari dugi okkur ekki einu sinni. En ég er með tillögu að góum málsvara og það er formaður Framsóknarflokksins, hann virðist alltaf hafa túllann á réttum stað - he he og gengur hart fram í að hafna þessu og er því væntanelga með á hreinu hvað segja skal, ekki veit ég það.

En þetta hefur allt sinn gang, og nú er fólk á fullu að senda út pósta geri ég ráð fyrir um að menn muni greiða það sem samið var um en ekki á þessum forsendum fólk vilji betri kjör - um það snýst jú málið

Gísli Foster Hjartarson, 5.1.2010 kl. 13:47

9 identicon

Ég skil ekki afhverju menn samþykktu 5,5% vexti á Icesave innistæðutrygginguna, það er eins og við séum einhver ofurbanki fyrir breta og hollendinga. Ég vill fá að sjá sambærilega vexti á þessu eins og þá vexti sem viðgangast í samskiptum þessara þjóða við aðrar þjóðir. 

Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband