6.1.2010 | 21:13
Glæsilegt!!
Gaman að sjá hversu víða eru orðnar þrettándabrennur og fjör á þessum ágæta degi þegar að jólin kveðja.
Við hér í Eyjum teljum okkur náttúrulega öðruvísi að mörgu leyti, ja ef ekki öllu, og ætlum að vera með okkar 13dahátíð á föstudagskvöld. Dagskráin á föstudagskvöldið er hefðbundin og lýkur með dansiballi með hinni öldnu sveit Vinum vors og blóma í Höllinni.
Sú breyting er reyndar á þetta árið að hér verður öll helgin undirlögð 13da fjöri. Herlgheitin hefjast á kaffi Kró annað kvöld með Eyjalagatónleikum Obbósíí og svo verður vaðandi lukka alveg fram á sunnudagseftirmiðdag. Tröllatilboð í búðum og á veitingstöðum. Mikið og skverlegt tröllafjör í Íþróttamiðstöpinni á laugardag. Á föstudeginum verða svo Eyverjar með sitt árlega grímuball - sem sagt mikið húllumhæ framundan í Eyjum - Ætlarðu að láta sjá þig? Þú ert hjartanlega velkomin/n
Jólin kvödd á Húsavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég mæti..
Ægir Óskar Hallgrímsson, 6.1.2010 kl. 22:14
...hlakka til að rekast á þig
Gísli Foster Hjartarson, 7.1.2010 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.