8.1.2010 | 10:58
Smellin lesning
Verð nú að segja að lesning fær mann nú til að glotta og hafa gaman af. Hann sér þjóðina greinilega skemmtilegum augum. Skrifar þetta pínulítið eins og úrillur kall sem búinn er að fá nóg af óþektarormunum úr næstu götu. Bara gaman af þessu. Er hræddur um að Roy Hattersley þurfi ekki annað en að líta yfir runnana í garðinum hjá sér til þess að sjá eitthvað sem pirrar hann. Þó að við pirrum hann þá hefur hann innst inni lúmskt gaman af okkur.
Hef alltaf jafn gaman af því hvaða ljósi aðrir geta séð okkar ágætu þjóð í. Auðvitað er þjóðin ekkert fullkomin, þó við teljum okkur stundum framarlega, frekar en aðrar. Auðvitað getum við stundum verið þröngsýnir heimsborgarar.
Hinir þrjósku Íslendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarna talar holdgerfingur hins breska kynvilluaðals
magnús steinar (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.