Að tala fyrir hönd þjóðar!

Maður er farinn að velta því fyrir sér hvort forsetinn (ath. ekki foster-inn) er að tala fyrir hönd þjóðar sinnar, eða segja sitt personulega álit? Nú hefur hann kannski eins og aðrir talið þessa stofnun góða og gilda og hlustað á pistla hennar á sínum tíma og jafnvel notað í grunntóninn í eitthvað af ræðum sínum. Síðan hefur komið í ljós að innistæðan fyrir mörgu því er sagt var var ekki merkileg, jafnvel minni innistæða þarna en á bankabókinni minni- svei mér þá.

En er rett af Hr. Ólafi Ragnari að setja svona fram sem forseti þjóðarinnar?  Eða erum við að tala um að Fitch Ratings séu á bak við hrunið á Íslandi? Ég sem hef alltaf trúað því að skortur á skynsemi er það sem varð þjóðinni að hvað mestu fjörtjóni.

Hvernig forseti ætli Foster-inn yrði?


mbl.is Ólafur Ragnar gagnrýnir Fitch
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ekkert að því að gagnrýna þessa stofnanir sem gróflega brugðust.  Ólafur hefur vit & hugreki til að benda á þessa augljósu staðreynd. 

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 8.1.2010 kl. 14:51

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Það sem liggur allavega fyrir "forster " er að Ólafur kann í anda "Machiavelli " að haga pólitískum seglum sínum eftir vindi.

Um dýpri og sannari réttlætiskennd forsetans vil ég sem fæst orð um hafa.

hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 15:02

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fjármálakreppan er ofmati greiningarfyrirtækjanna að kenna. Ekki bara hér á Íslandi heldur á heimsvísu.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.1.2010 kl. 15:12

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Nú hér kveður við nýjann tón Guðmundur ?

Erum við þá laus ?

hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 15:15

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Jakob - Hann er nú svo sem að segja margt sem að við höfum sennilega flest hugsað. Spurning bara hvort að karlinn missi sig í þessu hjali öllu - treystum á skynsemi hans.

Hilmar  Hann kann að haga seglum sínum, verður ekki sakaður um annað.

Guðmundur finnst það ódýr lausn að kenna ofmati þessara fyrirtækja um allt þau eiga eflaust sína sök en almenn skynsemi Íslendinga, eða skortur á henni, hlýtur að taka eitthvað á sig.

Gísli Foster Hjartarson, 8.1.2010 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband