10.1.2010 | 00:32
Ég vil....nei annars ég vil......
Já flott að koma núna út úr skápnum og koma með tillögur á færibandi.
Ég sem borgari vil þjóðaratkvæðagreiðslu, en sem þingmaður VG tel ég að það gæti verið betra að fara samningaleiðina, og nota þá möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslu sem vopn í deilunni, segir Lilja.
Hvað ætli hún vilji sem foreldri? Hvað ætli hún vilji sem íbúa við ákveðna götu? Hvað ætli....... og svo framvegis.
Rosalega er ég að verða þreyttur á þessi liði sem er ekki sammála um neitt nema að vera ósammála öllum. Þarf þetta fólk ekki að taka til hjá sjálfu sér, áður en það tekur ákvarðanir fyrir okkur hin?
Hversu gott yrði að fá Joschka Fischer veit ég ekki en ég vona að engin fari að benda Lilju á hitt eða þetta í fari fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskjalands því þá gæti henni snögglega snúist hugur.
Ég hélt í einfeldni minni að Lilja hefði verið sannfærð í hjarta sínu en svo virðist ekki vera þegar kemur að Icesave málinu, ja allavega ekki þegar kemur að þvíað treysta þjóðinni.
Vill þýskan sáttasemjara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hljómar sem klárt stjórnarskrárbrot. Eiga þingmenn ekki að fylgja sinni sannfæringu? Ekki sinni sannfæringu sem örvhent manneskja eða Kr-ingur eða eitthvað og eitthvað?
Fáránlegt, nei, sorglegt.
Landa (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 01:17
Hvað með að fá Vestmanneyinga sem samningamenn? Þeir eru skyldir íslendingum og bera hag þeirra fyrir brjósti. Þjóðverjar eru ágætir. Hljómar bara sem bull samt...Það er greinilega ekki hægt að treysta neinum embættismanni í þetta nema Forsetanum...
Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 02:45
Óskar það er nú eiginlega þess vegna sem aðég er ekkert viss um að viðfáum betri samning það var Eyjamaður ísamninganefndinni eftir því sem að ég best veit.
Gísli Foster Hjartarson, 10.1.2010 kl. 10:26
Málið er að það er búið að benda á lagalegu hliðinna á málinu. Fyrir svona upphæð má alveg taka það rólega.
Ef upp kemur ágreiningur um venjulegt tjón á húsi, er allt í lagi að hringla með svoleiðis árum saman.
Enn þegar á að skuldbinda alla þjóðinna í 2 ættliði fram í tímann, á að skrifa undir helst í gær, og helst án þess að lesa samninginn. Voðalega íslenskt eitthvað...
Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 10:48
Já já við erum nú studnumskrýtin - en auðvitað á að fara vandlega yfir málin. Spurning er hvort menn eru búnir að vera að lofa upp í ermina. En það er nú svo sem búið að skuldbinda okkur all svakalega og það væri gott að losna við að bæta þessu öllu við. Spurningin hversu billega við getum sloppið - verðum að kanna það.
Gísli Foster Hjartarson, 10.1.2010 kl. 11:48
400 milljarðar, bara í vexti á ári er stór peningur. Og þá er eftir að borga til að lækka skuldinna. Það er álíka og Síminn var seldur á...og gerði Ríkið skulaust við útlönd.
Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.