Þetta minnir okkur á

Ekki það að þarna séu að koma fram einhverjar nýjar upplýsingar. En punktarnir eru margir góðir og minna okkur kannski líka á ýmsilegt annað:

Sunderland kemur í greininni inn á það hversu fáir Íslendingar eru miðað við Breta og hve miklar byrðar leggjast á hver Íslending miðað við hvern Breta og Hollending. 

Höfðatalan margfræga dreginn fram, svolítið sérstakt, nú er hún dreginn fram til að segja hversu vanmáttug við erum gagnvart þéssum upphæðum og umheiminum.  Hér heima notuðum við frasana um það hvað það væri ótrúlegt hvað við svona fá, værum klár, atorkusöm, og klárari en allir aðrir sama hvar var í heiminum. Við vorum mest og best í útrásinni!! Hvar eru þessir frasar allir í dag? Við erum sennilegast skuldugasta þjóð á byggðu bóli, fyrir utan Icesave meira að segja. Hvernig má það vera við með alla þessa yfirburði á aðrar þjóðir á öllum sviðum? Ætli Ruth Sunderland sé aumingja góð?

Eins bendir hún á að fjármálaeftirlit Bretlands og Hollands hafi átt að fylgjast með starfsemi bankanna og því hljóti þau að bera einhverja ábyrgð.

AÐ sjálfsögðu á að taka á þessum málum þarna. Gleymum því ekki að það þarf líka að taka í það lið er fór með ferðina hér á landi. Hver var ábyrgð þess fólks? Við þurfum heldur betur að koma járnum á þetta lið er fór með ferðina hér heima. Sjá til þess að það fái ekki að koma að svona hlutum í bráð, helst aldrei aftur.

Hún segir að hugmyndin um alþjóðlegan skuldadómstól komi vel til greina. Að sjálfstæður  gerðardómur komi að málum þar sem reynt er að innheimta skuldir frá ríkjum sem hafa ekki bolmagn til að greiða.

Hún sem sagt segir að við eigum ekki krónu um að það þurfi að finna eitthvað aumingja gott fólk til að hafa eftirlit með okkur, og hjálpa okkur úr djúpu lauginni í þá grunnu - við erum augljóslega ekki fær um það sjálf ...eða hvað?

Hún segir að Gordon Brown, forsætisráðherra hafi sýnt litlum fátækum þjóðum litla samúð og hann ætti að sýna Íslandi umburðarlyndi. Það sé ósanngjarnt að láta venjulegt fólk greiða fyrir misgjörðir taumlausrar „elítu" og vanrækslu stjórnmálamanna, bankamanna og eftirlitsaðila.

Þarna kom það: taumlaus elíta stjórnmálamanna, bankamanna og eftirlitsaðila. Það er liðið sem fór með okkur til andskotans og í skottið á því liði þarf þjóðin að ná. En þetta lið byggir nú upp veggi allt í kringum sig og sýna. Ráðhera ábyrgð t.d. bara 3 ár!! Menn látnir aftur í stöður sem að þeir klúðruðu og svo framvegis eða haganlega koið fyrir í öðru góðu starfi. Þetta er liðið sem fór með ferðina þetta er liðið sem reyndi að spila með okkur hin. Sögðu þjóðinni að hér væri góðæri, minntust aldrei á að það væri eftirlitslaust, fullt af innherjviðskiptum svikum og prettum - sumt af því blasti við fólki en á það var allt blásið því elíta þessa fólks stóð saman í stafni og barði sér á brjót!! Hvar er þetta lið núna?

Við megum ekki gleyma okkur og halda að Icesave sé eina vandamálið sem við er að glíma

 


mbl.is Telur ósanngjarnt að láta almenning greiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.