11.1.2010 | 09:50
Ef Ólína fer með....
...rétt mál þá er það einkavinavæðingin sem þarna er að verða okkur að fjörtjóni!! En er það rétt? Hef svo sem margoft heyrt þetta. En ef málið er svona einfallt, afhverju er þá þessi flækja í gangi? Bar ríkið ábyrgð á innlánastarfsemi bankans í útlöndum, sem og hér heima? Skal alveg viðurkenna að þannig var talað um það og því skyldi ég alveg að menn skyldu ábyrjgast ákveðnar upphæðir fyrir hvern og einn kúnna.
Ef að þetta er svona einfallt efhverju er þetta þá orðið svona flókið - hver flækti málið? Hver lét plata sig? Eða er þetta bara svona tilfinningamál?
Segir misskilnings gæta hjá Lipietz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er ansi hræddur um að Ólína hafi rétt fyrir sér í þessu efni og að viðtalið við þennan franska Græningja hafi reynst óttalegt hálmstrá. Því miður.
Í kynningu þáttarins og í hádegisfréttum útvarps var mikið gert úr því að Lipietz þessi væri einn af höfundum tilskipunarinnar um innistæðutryggingar - sem málið snýst nú hvað mest um. Auðvitað hefðu það því verið allnokkur tíðindi ef maður í þeirri stöðu teldi okkur stikkfrí.
Síðan kom í ljós strax í byrjun viðtalsins að þetta hafði eitthvað skolast til og að Evrópuþingmaðurinn hafi komið að því að semja allt aðra tilskipun, sem á við um banka frá löndum utan ESB. Manni sýnist því að misskilningurinn liggi í því að Lipietz (eins og svo margir aðrir íbúar ESB-landanna) hafi ekki áttað sig á því að þótt Ísland sé ekki ESB-ríki, þá setji EES-samningurinn okkur í sömu stöðu og aðildarríkin í þessum efnum.
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 10:21
Lipietz talaði um "megin staðsetningu starfsemi" sem ákvarðandi fyrir ábyrgð.
Hrannar Baldursson, 11.1.2010 kl. 10:33
Hefur Ólína þá meira vit á þessum reglum en Stefán Már Stefánsson prófessor í Evrópurétti og Elvira Mendens dokdor í Evrópurétti?
Sigurður Þórðarson, 11.1.2010 kl. 10:43
Lipietz lýsti því skýrt hvaða takmörkunum er háð að gera skuld einkaaðila að ríkisskuld. Þetta var alveg óháð spurningunni um dótturfélag eða útibú. Við eigum eftir að sjá mikið af hálmstrám þjóðníðinga á næstunni.
Skúli Víkingsson, 11.1.2010 kl. 10:46
Menn verða að athuga að það hlýtur að vera einhver hvati sem fær íslendinga til að semja um þetta mál á þessum forsendum. Eitthvað hlítur að liggja að baki því að samningsstaða okkar sé jafn veik og raun ber vitni. Ef það liggur fyrir lögfræðilegt álit hjá ríkisstjórn frá mönnum sem hafa farið ofan í kjölin á þessu máli- afhverju ættu þeir að vera að ljúga því ?
vissulega eru þetta fræðimenn en er ekki rökrétt að þeir kynni sér allar grunnforsendur málsins áður en þeir draga þessa áliktun. nú hefur það komið fram að enska fjármálaeftirlitið, ætlaði að loka icesave fyrir hrun en var gaf forsætisráðherra það út að við myndum standast skuldbindingarnar.
Verr og miður... þá er þetta hárrétt hjá Ólínu Þorvarðardóttur og er ég ansi hræddur um að Bretar og Hollendingar komi til með að svara fyrir sig með einhverjum upplýsingum sem eru þeim í hag á næstu misserum. Því þeir hafa svo sannarlega sjónarmið að verja sjálfir í þessu máli.
Brynjar Jóhannsson, 11.1.2010 kl. 10:59
Skúli ég skal ekki segja hverjir eru þjóðníðingar. Þeir sem létu starfa eftir ófullkomnu regluverki eða þeir sem nú reyna að semja, stuðningsmenn beggja eða hvorugra.
Ef að Geir H Haarde hefur sagt það við stjórnvöld erlendis að bankainnistæður íslensku bankanna væru tryggðar og því þyrfti ekki að hafa áhyggjur en svo fer allt til andskotans. Hvað gera menn þá? Var ekkert að marka Geir? Eða voru það bara innistæður Íslendinga sem voru tryggðar?
Ég skyldi Lipietz og samkvæmt honum erum við stikkfrí. Var þá ekkert að marka Geir þegar að hann sagði yfirvöldum í Englandi að allt væri í góðu? Eða var hann að plata til að hjálpa vinum sínum?
Er ekki málið að við verðum að fara aftur til 2008, jafnvel aftar, og rekja málið lið fyrir lið til að ná fótfestu í því á ný? Eina sem að ég sé t.d. á mbl.is greinum trekk í trekk eru bara upphrópanir í þessa áttina eða hina
Gísli Foster Hjartarson, 11.1.2010 kl. 11:05
Brynjar segir "... það hlýtur að vera einhver hvati sem fær íslendinga til að semja um þetta mál á þessum forsendum". og "Ef það liggur fyrir lögfræðilegt álit hjá ríkisstjórn frá mönnum sem hafa farið ofan í kjölin á þessu máli- afhverju ættu þeir að vera að ljúga því ?". Lögfræðiálit með rökstuðningi fyrir málstað Breta, Hollendinga og ríkisstjórnar Íslands gegn Íslendingum hefur ekki verið birt. Það hafa engin rök verið færð fyrir þeirra niðurstöðu önnur en styrkur þessara aðila gegn okkur. Hvatinn sem ríkisstjórn Íslands hefur er vægast sagt vondur. Það eru að vísu hægt að tína fram einhverjar afsakanir fyrir slappri frammistöðu ríkisstjórnar Íslands sl. vetur meðan svo gat virzt að bankakerfi Bretlands riðaði til falls, en hvað er til afbötunar þeirri ákvörðun að hætta samningum um Icesave sl. vor og senda nefnd til að skrifa upp á skuldabréf?
Skúli Víkingsson, 11.1.2010 kl. 11:11
Lilja Mósesdóttir var í viðtali í morgun í útvarpinu á einhverri rásinni. Hún þekkir vel til þessa Alain Lipietz og hans fræðilegu starfa. Hún taldi að Björn Valur og aðrir ættu að fara varlega í nákvæmlega þessari gagnrýni sinni. Hún taldi hann efnislega hafa rétt fyrir sér, sagði að hugsanlega kynni einhverjir tungumálaerfiðleikar orðið til þess að viss ónákvæmni hefði komið fram t.d. þetta með útibú og dótturfélög. Lilja sagði að það hefði verið mun betra ef viðtalið við hann hefði farið fram á móðurmáli hans.
Hvernig væri nú fyrir fólk sem kann að hugsa líkt og Björn Valur og Ólína Þorvarðardóttir, að það prófaði bara að láta íslenskan málstað njóta vafans á meðan það kannar nánar efnisatriðin? Í stað þess að geysast fram á blogvöllinn eins og fíll í postulínsbúð!
Helgi Kr. Sigmundsson, 11.1.2010 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.