11.1.2010 | 20:05
Kjaftaði Jóhanna frá?
Ég hélt að til þessa fundar hefði verið boðað til að leyfa hinum flokkunum vita að ef að við samþykkjum þetta þá verður þetta þurrkað út eftir 2-4 ár!!! Á meðan ætlar menn að laga hið brothætta regluverk að baki þessu og þegar það er klár hvass-hvass-búmm skuldin okkar vegna þessa hverfur!!!
Annars verð ég að segja að ég er jákvæður út í að boðað var til þessa fundar. Nú þarf þetta lið að fara að sýna ábyrgð festu og vilja og takast á við málið sem ein heild en ekki eins og krakar í sandkassa - hagsmunir þjóðarinnar eru nr. 1. 2 og 3. Helstu hrunadansmeistararnir þarna þyrftu nú að láta sig hverfa af sjónarsviðinu og láta aðra í þeirra flokkum taka að sér að leiða málið til lykta með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi - þjóðin á það inni hjá þessu fólki.
Mjög gott skref | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef strætókrakkarnir mínir..núna fyrrverandi:) voru eitthvað erfið,þá sagði ég þeim...AÐ HAGA SÉR EKKI EINS OG ALÞINGISFÓLKIÐ OKKAR.:) (eins og þú segir krakkar í sandkassa:) Kveðja...
Halldór Jóhannsson, 11.1.2010 kl. 21:57
Algjör óskhyggja og stórhættulega bjánalegur málflutningur. Ekkert í sögu nýlenduveldanna UK & Hollands sýnir slíka afstöðu til skulda. Ég frá bið mér svona bull - þetta hlýtur að koma úr smiðju félaga míns Össurar, hefur öll hans fingraför. Ef það er eitthvað sem þjóðin hefur lært, þá er það að taka ekkert mark á Össuri & bulli (spuna) sem ítrekað kemur frá Samspillingunni.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 11.1.2010 kl. 22:28
Já Halldór he he stundum er hægt að nota þetta fólk sem er á þingi!!!!
Jakob ég hefði nú samt viljað heyra hvað gekk á þarna í dag. En mann er farið að gruna að eitthvað spooký sé að tjaldabaki sem ekki má spyrjast út - svei mér þa
Gísli Foster Hjartarson, 11.1.2010 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.