12.1.2010 | 17:18
Spennan magnast!!!
Það verð ég að segja að spennan fyrir EM er að komast í eðlilegt horf og maður er farinn að telja niður dagana fram að móti. Búinn að líta á dagatalið og klukkan hvað leikirnir eru þannig að maður er að verða klár í slaginn um sæti á sófanum hérna heima við. Hrikaleg spenna framundan, en á ýmsu getur nú gengið þangað tilmótið hefst.
Var um það bil að fara að skamma konuna fyrir það að við eigum miða í leikhús á Harry og Heimi kvöldið sem leikurinn við Dani er, 23. janúar. Var alveg kominn með ræðuna á hreint kíkti svo á leikhúsmiðann og sé að sýningin er kl. 22.00 þannig að ég saltaði ræðuna en fer nú í að sjá til þess að henni detti ekki í hug að ætla að fara út að borða fyrir sýninguna - það bara hreint út sagt gengur ekki.
Vonum að allt gangi upp - áfram Ísland alltaf alls staðar ...líka í Icesave!
Þriðjudagur 19. janúar 2010
Sjónvarpið
16.45 EM í handbolta Danmörk - Austurríki Bein úts.
19.05 EM í handbolta Ísland - Serbía Bein úts.
22.40 EM-kvöld
Miðvikudagur 20. janúar 2010
Sjónvarpið
14.30 EM í handbolta Ísland - Serbía Upptaka
17.00 EM í handbolta Tékkland - Frakkland Bein úts.
Fimmtudagur 21. janúar 2010
Sjónvarpið
16.40 EM í handbolta (Austurríki - Ísland) Bein úts.
20.00 EM í handbolta Serbía - Danmörk Bein úts.
20.40 EM-kvöld
00.05 EM í handbolta (Austurríki - Ísland) Upptaka
Föstudagur 22. janúar 2010
Sjónvarpið
17.00 EM í handbolta (Þýskaland - Svíþjóð) Bein úts.
Laugardagur 23. janúar 2010
Sjónvarpið
16.45 EM í handbolta (Austurríki - Serbía) Bein úts.
19.05 EM í handbolta (Ísland - Danmörk) Bein úts.
Sunnudagur 24. janúar 2010
15.20 EM í handbolta (Ísland - Danmörk) Upptaka.
16.45 EM í handbolta Bein útsending frá leik í milliriðli.
Spila ekki bara handbolta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er flott, enginn leikur á föstudagskvöldinu.... þá er ég á Þorrablóti
Áfram Ísland!!
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2010 kl. 17:41
Það er að styttast, verður fínt að fá smá handbolta á milli fótboltaleikja. Alltaf gaman að horfa á þessa mögnuðu pilta okkar spila og ekki væri verra ef þeim myndi nú ganga eins vel og á ÓL.
En já Áfram Ísland! - og þakka þér fyrir lista yfir leikina.
Kristján (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 18:23
Verði þér að góðu félagi og góða skemmtun, verður samt vonandi kominn á fætur fyrir leikinn á laugardeginum -
Gísli Foster Hjartarson, 12.1.2010 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.