12.1.2010 | 20:15
Sko þá bræður!
Bjarni Ben. segir nú að þetta snúist um líf ríkistjórnarinnar. Ég bíð eftir morgunfréttunum þar sem lesin verður yfirlýsing frá Bjarna þar sem hann segir rangt eftir sér haft. Þetta snúist bara ekki um líf ríkistjórnarinnar En einn viðsnúningurinn sem sagt hjá þessum greifa. Snúningar hans eru orðnir svo miklir síðustu mánuði að hann er orðinn hinn liprasti dansari , er því af sem áður var að sögn konu hans!!! En Bjarna dreymir um að taka við stjórn landsins og það sem fyrst, hversu gæfulegt sem það nú yrði.
Ögmundur sem ekki styður málið en vill vera í ríkisstjórn segir málið náttúrulega ekki pólitískt og því komi þetta lífi ríkisstjórnarinnar ekkert við. Hann er sem sagt farið að langa í ráðherrastól á ný. Ögmundur vill ekki sjá þessa stjórn hverfa frá þar sem hann hefur lengi dreymt um þetta stjórnarmynstur
Ég verð nú bara að segja að þessi umræða um líf ríkisstjórnarinnar er ekki það sem þarf á þessari stundu. Það er líf þjóðar sem liggur undir, gjaldþrota þjóðar. Þjóðar sem er gjaldþrota sama hvort Icesave hangir utan á henni eða ekki. Þjóðin telur sig samt bara nokkuð vel fleyga, þó búið sé að rífa af henni báða vængina og flengja hana með þeim. Þjóðin bíður eftir því að geta komist á loft á ný og til þess að það gerist þá þurfa 63 strútar að taka hausinn upp úr sandinum.
Þeir gætu nú t.d. meðfram Icesave klúðrinu byrjað á að framlengja ráðherra ábyrgð í 8 ár t.d. já eða tekið höndum saman um öflugri niðurskurð hjá ríkinu til að mæta harðindunum.
Okkur er farið að langa að sjá, já eða jafnvel bara heyra af, ljósi við enda gangsins.
Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
„Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ HKL, Innansveitarkróníka.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 20:48
Oft ratast kjöftugum satt orð í munn........
Helgi Már Reynisson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 20:50
Hressilega góður pistill.
Ps. það er ótrúlegt hvað Halldór Laxness þekkti þjóð sína inn að beini og að þjóðin hefur ekkert breyst!
ASE (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 20:57
Hann Bjarni Benediktsson er í afar vondri stöðu. Hann vill áreiðanlega vel, en fortíðardraugar ásækja hann örugglega reglulega. Hann sagði þetta í viðtali við Reuters fréttastofuna:
„Ríkisstjórn sem getur ekki leyst þetta vandamál (Icesave) getur ekki haldið áfram"
Kann að vera rétt hjá hinum myndarlega Bjarna. Ég lít kannski öðrum augum á þetta mál og segi:
Flokkur sem lagði allan grunninn að þessu máli getur ekki haldið áfram að vera til. Hann skuldar þjóðinni það að leggja sjálfan sig niður.
Reið kona, 12.1.2010 kl. 20:59
Blessaður Gísli og gleðilegt ár. Já, satt segir þú um ljósið. Ég undirstrika það með þér, að við þurfum frekar að einsetja okkur betra mannlíf án þess að þurfa að draga öll mál í pólitíska dilka. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 12.1.2010 kl. 21:04
Takk fyrir innlitið öll og ekki síst jákvæða tóna aldrei nóg af þeim.
Tek undir með ASE varðandi þekkingu Nóbelskáldsins á þjóðinni.
Lifið heil
Gísli Foster Hjartarson, 12.1.2010 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.