Stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi í Eyjum, sem haldinn var í gærkvöldi, segist sammála LÍÚ um að sigla flotanum í land. Í greingerð með samþykktinni segja þeir að íslenskt þjóðfélag hafi tapað tugum milljarða á fávisku ríkisstjórnarinnar í sambandi við sjávarútvegsmál og eiga þá við makrílveiðarnar, strandveiðarnar, þar sem vinna var tekin af alvöru sjómönnum og litlar loðnuveiðar. Hvað er það sem kemur íslenskri þjóð til bjargar annað en sjávarútvegurinn. Það hús sem Ríkisstjórn Íslands er að byggja , sem er algjör Ceausescu vitfirring og á að bjarga íslensku þjóðfélagi á kostnað sjúkrahúsa, sjúklinga, skóla, öryrkja - eða bara 99% fólks í landinu, reddar okkur ekki.
15.1.2010 | 08:57
Fréttatilkynning eða stríðsyfirlýsing?
Á vefnum www.eyjarfrettir.is er þessi yfirlýsing félaga minna hér í Eyjum birt, og hér hljóðar hún svo:
Harðorð ályktun skipstjóra og stýrimanna í Eyjum:
Á Ceausescu vitfirring að bjarga íslensku þjóðfélagi
- Og menn verða að standa saman gegn ruglinu í sjávarútvegsmálum
Að eyða 26 milljörðum í snobbhús er til skammar fyrir vinnandi fólk. Á sama tíma er þessi ríkisstjórn að rassskella sjávarútveginn. Margra ára barátta verkalýðsfélaga fyrir sérsköttun á útfluttan fisk var þurrkuð út með einu pennastriki af Jóni Bjarnasyni. Við þökkum þessum álfi fyrir launalækkun sjómanna. Menn verða að standa saman gegn ruglinu í sjávarútvegsmálumum . Það vill enginn fjárfesta í þessari grein meðan óvissan er eins og hún er og þá er fjandinn laus eins og ríkisstjórnin vill.
--------
Einkar athyglisverð yfirlýsing að því er mér finnst. Ég er svo sem ekki sammála öllu því sem gengið hefur á og margt finnst mér skýtið og skil að mörgu leyti það sem menn eru að nefna hér. En það verð ég að segja að mér hugnast ekki orðalgið í þessu og á stundum hljómar þetta eins og þetta eigi að vissu leyti að vera grín, og þá hverfur nú samúðin.
Launalækkun? Hvað eru alvöru sjómenn? Ceausescu? Álfur? ...............
Sammála að sigla flotanum í land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ping pong:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 09:10
Hvernig ætla þeir þarna í eyjum að koma þyrlunin í gang ef þeir fara ekki á sjó.
Sigurður Helgason, 15.1.2010 kl. 09:32
Sammála þér. Svona yfirlýsing er ekki sambjóðandi jafn merku félagi og Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi í Eyjum. Trúi ekki að almennir félagsmenn taki undir málflutninginn með þessum hætti.
ASE (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.