Benítez farinn á taugum

Nú stendur eitthvað í stjóranum, konan á túr, eða uppsagnarbréfið er á borðinu hjá honum. Hvernig í ósköpunum getur hann verið að æsa sig yfir því þó að Babel vilji ekki fara til Sunderland? Leimaðurinn er samningsbundinn Liverpool og vill greinilega standa við þann samning og berjast fyrir sæti sínu. Það þýðir lítið fyrir þessa stjóra að væla annan daginn um að leikmenn vilji ekki standa við samninga sína og hinn að þeir sé fífl af því að þeir vilji standa við þá.

Það er ekki bæði haldið og sleppt


mbl.is Benítez æfur útí Babel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann vill fá pening fyrir Babel til að kaupa leikmann/menn.

limahl (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 15:26

2 identicon

Skiljanlega vill Babel ekki fara til Sunderland, hann hlýtur að geta fundið sér mun betra lið en það. Svo er það þakkarvert, því þá þurfum við ekki að horfa upp á enn einn kaup Benitez á miðlungsleikmanni.

Það skyldi þó aldrei vera að Babel þrauki lengur en Benitez í bítlaborginni.

Rúnar Geir (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 17:48

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ha ha ha Það er spurning Rúnar Geir. Ég skil Babel líka vel en eins og ég hafði gaman af Benitez þá er ég hættur að skilja hann

Gísli Foster Hjartarson, 17.1.2010 kl. 22:56

4 identicon

Benitez hefur gert of mörg mistök með leikmanna kaup sölur, hvernig á Babel að fá sjálfstraust til að spila sinn besta leik þegar Benitez verður reiður, það sem Benitez á að gera er að styðja við bakið á Babel þar sem hann getur ekkert gert við þeirri ákvörðun hjá Babel að vera áfram hjá Liverpool, í staðinn þá gerir hann eins og með Alonso sem var óánægður og fannst Benitez sína óvirðingu þegar hann vildi að Alonso yfirgæfi þegar hann var að reyna kaupa Barry.

 Eftir þessa frétt þá er ég á því að það eigi að reka Benitez, þetta er það sem fyllir mælinn hjá mér,Benitez þarf ekki að kaupa leikmenn hann þarf að kunna að nýta sér þá leikmenn sem hann hefur keypt, selja Babel? Leikmann sem var talinn mesta efni úr 21 árs landsliði Hollands.

Það eru bara tveir leikmenn úr Meistardeildar sigurliði Liverpool ennþá í Liverpool  Steven Gerrard og Jamie Carragher, vörnin sem var þá voru leikmenn sem Houllier keypti, Benitez hefur ekki keypt góða varnarmenn.

Benitez verður ekki stjóri Liverpool í byrjun næsta leiktímabils. 

Kári B (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband