Dýrt spaug?

Ekki eru nú allir Evrópubúar sem telja Afríkukeppnina eitthvað stórmót sem að stjörnurnar þurfa að taka þátt í. Come on þetta er Afríkumótið - rétt eins og það sé eitthvað ómerkilegra en Evrópukeppni landsliða. Reyndu að segja Afríkumönnum það!

Þetta er stórmót og eftir að hafa umgengist Úgandamennina hjá ÍBV t.d. þá skynjar maður miklu betur það mikilvægi að taka þátt í þessu mótum hjá þessum piltum. Þetta er spurning um að vera stolltur af sínu þjóðerni rétt eins og Eiður Smári, Hemmi og  Grétar Rafn mæta til leiks hjá okkur. Það er allt undir hjá þessum peyjum, og rúmlega það. Slegið upp karnivali ef leikur vinnst og heilu þjóðirnar hafa lamast ef vel gengur, rétt eins og gerist stundum þegar vel gengur í handboltanum.

Aðdáendur og aðstandendur Chelsea eru samt örugglega hundsvekktir núna.

 


mbl.is Essien frá í mánuð eða lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Gísli, einsog alltaf.

Sárgrætilegt að sjá á eftir þessum snillingi eftir að hafa beðið í þetta langan tíma. Má til með að hrósa þessum commentum þínum Gísli. Alltaf laus við hroka og leiðindi, og sérð ávallt björtu hliðarnar á hverju máli, sama hvaða lið á í hlut. Takk fyrir það höfðingi. 

Áfram Chelsea.

Þráinn (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 15:32

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þakka þér hlý orð í minn garð Þráinn - gott ef að maður getur glatt einhvern þarna úti.

Áfram Brighton ;-)

Gísli Foster Hjartarson, 18.1.2010 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband