18.1.2010 | 16:15
Núer það málið?
Lilja getur ekki verið að staða fólksins sé bara verri en þú gerir þér grein fyrir? Treystir fólk spilltum bönkum til að hjálpa til við að rétta sinn hag? Getur líka verið að fólk ætli bara að láta kofann flakka? Hefur ekki þetta ferli allt saman bara gengið á hraða snígilsins og því gefst fólk einfaldlega upp.
Ég er Guðs lifandi feginn að vera ekki þessari stöðu sem margir eru komnir í, þeir eiga samúð mína alla.
![]() |
Sendi 850 nauðungarsölubeiðnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekkert af viti sem er í boði til bjargar. Þetta er bara pólitísk auglýsing og rugl. Það hefur alltaf staðið til að ná eins mikið af eignum til bankanna eins og hægt er.
Víxillinn hans Steingríms sem hann notaði til að fjármagna NýjuBankanna má ekki falla á Ríkið. Þá kemst allt upp.
Hvað með þessa frægu "Skjaldborg heimilanna?" Má ekki selja þessa skjaldborg?
Óskar Arnórsson, 18.1.2010 kl. 16:38
1. Fólk treystir ekki bönkunum og hefur enga ástæðu til þess. Það hefur mag komið fram í könnunum.
2. Fólkið treystir ekki stjórnmáamönnum...
3. Úræðin sem boðin eru breyta engu, maður er jafn gjaldþrota eftir sem áður, engin ástæða til að fresta því. Það er í raun best að drífa í því og halda svo áfram að lifa sínu lífi, frjáls.
Baldvin Björgvinsson, 18.1.2010 kl. 17:38
Mikið er ég sammála ykkur. Að vísu er Óskar fullbjartsýnn að halda að við getum selt ósýnilegu skjaldborgina
Eva Sól (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 17:59
Norðurljósinn voru seld fyrir góðan pening...
Óskar Arnórsson, 18.1.2010 kl. 18:58
Hef ekki hlustað ða það aftur en heyrði ekki betur en Lilja Móss segði í dag á síðdegisútvarpi Rásar 2 að mikið af þessu liði sem ekki leitaðisér hjálpar væri fólk sem væri verkafólk ekki með mikla menntun - heyrði ekki betur - en það fólk ætti hiklaust að leita ráða hjá bönkunum og fá aðstoð.......þá væntanelga hjá sama fólkinu og plataði þessi lán inn á þau í upphafi!!!! heyrði þetta svona en hef ekki leitað eftir því að heyra þetta aftur.
Gísli Foster Hjartarson, 18.1.2010 kl. 19:31
Gísli! Jafnvel útlendingar vita að ástandið er svo slæmt, að venjulegt heiðarlegt fólk er farið að henda póstinum beint í ruslið. Fólk er hætt að nenna þessu rugli...
Óskar Arnórsson, 18.1.2010 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.