Mikið starf framundan?

Það er ég hræddur um að þeirra félaga bíði ærinn starfi við að taka til eftir "Egghead" og félaga, hvernig það mun svo takast mun tíminn leiða í ljós. Þeir eru nú með sömu yfirlýsingar og fyrri eigendur. Evrópukeppni, meistaradeild og svo framvegis. Annað væri kannski óeðlilegt og sýndi lítinn metnað. Menn geta ekki keypt lið eins og West Ham, þó þeir hafi ekki unnið marga titla í gegnum tíðina, og sagst bara ætla að vera með og sjá hvað gerist. Það myndi minna óheyrilega á frambjóðendur í íslenskum framboðum sem helst virðast stefna á annað sætið og neðar.

Vona að þetta gangi vel hjá þeim félögum og að þetta fornfræga félag sem hefur getið af sér margan gæðaknattspyrnumanninn muni dafna um ókomna tíð. Já og jafnvel taka dollur öðru hvoru.

Stuðningsmenn West Ham, í Englandi og jafnvel á Íslandi,  eru örugglega í skýjunum að sjá á bak Íslanesku stjórnartengslanna


mbl.is Sullivan: Tiltekt eftir Íslendingana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband