Líf og fjör í borgarstjórn

Það verður ekki af Ólafi F. Magnússyni tekið að það er sjaldnast logn í kringum hann. Líg of fjör og virðist á stundum hitta naglann á höfuðið. Jafnvel reka hann alla leið í fyrsta. En svo er búið að búa um hlutina að fólk hefur þá skoðun á kappa að hann sé ekki alveg eins mótaður og við erum flest. Það er nú oft þegar svoleiðis er komið að þá er sama hvað viðkomandi hefur fram að færa andstæðingar hans koma alltaf til með að segja: Hvað er þetta maður hlustaðu ekki á ruglið í honum/henni!!!

Þó að Ólafur F. Magnússon sé ekki eins og við flest þarf ekki alltaf allt sem hann lætur eftir sér hafa að verið eitthvert rugl.

Þjóðinni  er nú að blæða út fyrir hjörð sem öll jarmaði í sömu tóntegund. Þeir er oftar en ekki jörmuðu úr takt voru útskúfaðir. Þeir reyndust svo þegar á reyndi oft hafa haft rétt fyrir sér þó ekki væri það algilt.   - Höfum það hugfast


mbl.is Ólafur víttur á borgarstjórnarfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Engin nýlunda að íhaldsmenn séu gírugir til fjárins. Væru þeir það ekki, væru þeir í öðrum flokkum. Hvernig fór með vottorðið? Skilaði Ólafur því? Ef svo með undirskrift hvers?

Björn Birgisson, 19.1.2010 kl. 18:54

2 identicon

Ódýrt að tala um rugl í manninum. Sjálfstæðisflokknum ber að svara um styrki til flokksins og frá hverjum. Hver er ferðakostnaðurinn í raun og veru.

Á meðan það er ekki gert er málið rétt hjá Ólafi F.

Svarar Jónsson (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 19:06

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Svarar Jónsson nákvæmlega það sem ég vil meina. EN menn eru að nota þetta á okkur hin í samfélaginu að hann sé aðeins öðruvísi en við hin.

Björn veit ekki hvað varð um vottorðið. Ef því var skilið þá væri gaman að vita hver skrifaði undir það - he he

Gísli Foster Hjartarson, 19.1.2010 kl. 20:00

4 identicon

Er ekki rétt að upplýsingar um styrki til sjálfstæðisflokksins upplýsist.

Er svona mikið að fela að málið þolir ekki dagsljósið. Kannski er það sönnun um svik og spillingu. Á meðan flokkurinn upplýsir ekki um máið er þetta staðreynd hvað sem menn reyna að drulla Ólaf F út á móti.

sigrun (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 20:06

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Meðan ekkert upplýsist er lítið mál að halda því fram að þarna sé um spillingu að ræða og í raun eru menn að biðja fólk um að hafa það í huga meðan þeir svara ekki.

Gísli Foster Hjartarson, 19.1.2010 kl. 20:53

6 Smámynd: Björn Birgisson

Öruggt er að D flokknum fylgir spillingin, eins skuggar fylgja sól lágt á lofti. Hanna Birna er bara söluvara. Keyptur pakki. Sæt stelpa, föl fyrir ákveðið verð. Landsbankaverð? Hvaða máli skiptir það? Skoðanir og ákvarðanir til sölu. Hverjum er ekki andskotans sama um hvaðan aurarnir koma? Allt er falt fyrir rétt verð. 

Björn Birgisson, 19.1.2010 kl. 21:05

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólafur F. er langt frá því að vera ruglaður.

Verst hvað sumir aðrir sem gætu kanski talist ruglaðir, þola illa ó-ruglað, sjáfstætt hugsandi fólk sem er óspillt og þorir að segja sannleikann. M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.1.2010 kl. 23:48

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvaða þrýsting hefði Landsbankinn haft ef hann heði ekki mokað fjármunum í nokkra borgarfulltrúa Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks?

Sigurður Þórðarson, 19.1.2010 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband