20.1.2010 | 15:20
Óvænt!!
Nei held að ég geti nú ekki sagt að þetta hafi komið á óvart. Þó vissulega sé þetta spurning um hvert skuli stefna eftir þetta mikla sigurfár sem var hjá Börsungum síðustu 12 mánuði. Árangur sem er með hreinum ólíkindum en alls ekki ómögulegur fyrst að þeir klárðuðu þetta svona listilega. Jú kannski menn byrji á að reyna að verja það hefði nú orðið glæsilegt, en verður ekki. En það eru spennandi tímar framundan á Nývangi, smá endurnýjun jafnvel. Kröfurnar þarna eru náttúrulega einhverjar þær mestu í bransanum þó það hljóti að vera að hann hafi keypt sér smá vinnufrið með árangrinu á síðasta ári.
Verður hann ekki bara þarna áfram þar til að hann fær upp í kok og tekur svo við landsliðinu eða skiptir um land. Gæti jafnvel tekið við einu af stóru liðunum á Ítalíu eða Englandi já eða jafnvel Lyon í Frakklandi. Varla fer hann til Real Madríd!!!
Hér að neðan má sjá þennan frábæra stjóra með tár á hvarmi, eftir einn titilinn.
![]() |
Guardiola framlengir hjá Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.