20.1.2010 | 15:33
Eymd á Haítí!
Ástandið á Haítí er náttúrulega hryllilegt, miklu verra en maður getur gert sér í hugarlund. Maður vonar að þjóðir heims standi nú saman við að reyna að koma fótunum undir þessa þjóð á ný. Það er nú ekki eins og lífið þarna hafi verið eitthvað auðvelt.
Man að fyrir einum 5 árum stóð okkur til boða hjá ÍBV að fá leikmann frá Haití sem hafði verið í skóla í USA en það var ekki séns að fá fyrir hann neinar áritanir eða neitt til þess að koma honum hingað til lands. Fjölskylda hans var ekki inn undir hjá einhverjum og eitthvað í þá áttina, málið varð bara risavaxið í tölvunni hjá mér og á símalínunni svo að við ýttum því útaf borðinu. Hvað varð um strákinn veit ég ekki.
Hvað með okkur?
Vandræði Íslensku þjóðarinnar eru náttúrulega bara smá mál við hliðina á þessu en hvernig er það getum við ekki fengið meiri aðstoð? .....Ja þó ekki væri nema til að taka til í samfélaginu?
Læt fylgja hérna með myndband við lagið Haiti með hinn mögnuðu sveit Arcade Fire, en ein söngkona þeirra er ættuð frá eyjunni. Þarna er nú lífið fyrir skjálftann. Eitthvað af íbúum og fegurð eyjarinnar
Haítí þyrfti Marshall aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Án gríns, ég myndi breyta um titil við þessa bloggfærslu...
Þetta er engan vegin viðeigandi finnst mér. Ég hreinlega veit ekki hvað hægt er að segja en ég er viss um að margir fá svona kjánahroll eða þannig, við að lesa bara titilinn því þessu er engan vegin hægt að stilla saman.
Getum við ekki aðeins sett okkar vandamál á pásu á meðan fréttir af þessum hörmungum eru að berast? forstjóri AGS er greinilega ekki það vitlaus, og metur rétt að mínu mati að það þarf eitthvað rosalegt til að aðstoða þessa þjóð.
fyrirgefðu ég ætlaði ekki að móðga þig, en titillinn villir fyrir færslunni...og titillinn er það eina sem maður sér fyrir neðan nafnið þitt ef maður opnar ekki bloggið.
Sigurjóna (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 15:52
Sigurjóna - var einmitt að hugsa þetta áðan hvort að þessi fyrirsögn væri viðeigandi með þessari grein. Tek þig á orðinu - breytti fyrrisögninni.
Hörmungar okkar eru engar í samanburði við það sem gengur á á Haití, sú þjóð á samúð mína alla.
En dreg okkur inn í þetta því ég er farinn að halda að hér algist ekkert nema að til komi utanaðkomandi aðstoð - svei mér þá
Gísli Foster Hjartarson, 20.1.2010 kl. 16:15
Gísli Foster. Óréttlæti og hörmungar heimsins birtist í mismunandi myndum. Náttúruhamfarir spyrja hvorki né skipuleggja og ganga hratt fyrir sig og hræðilega hreint til verks. Umheimurinn áttar sig þá strax á hörmungunum því hryllingurinn skeður óundirbúið að sjálfsögðu. Býst við að þú sérst að meina eitthvað svona.
Stríðshörmungar hinsvegar eru skipulagðar af fólki í valdastöðum sem undirbýr óróðurs-herferð. Það byrjar stundum með mútu-tilboðum til saklausra einstaklinga og fyrirtækja , sem ekki átta sig á hvað er að gerast, eðlilega. Stig af stigi lætur umheimurinn það viðgangast vegna þess að kúgarar valdsins stjórna ummælunum og hörmungunum.
Hörmungar Haítí byrjuðu ekki með þessum jarðskjálfta!
Almenningur umheimsins vill ekki hörmungar. Þarna fengu valdafíklar heimsveldanna ekki að koma að áróðri. Þess vegna er almenningur heimsins heltekinn af þessum hörmungum og bregst skjótt við, eðlilega.
Það þarf að skilgreina skipulagðar hörmungar sem koma smátt og smátt með því að plata, svíkja og brjóta fólk niður, frá öðrum hörmungum eins og náttúruhamförum. Síðan að bregðast jafnt við skipulögðu hörmungunum.
Andlegu sárin sjást ekki en líkamlegu sárin sjást. Þannig er það í báðum tilfellum. Að skilja og sætta sig við hörmungar sem skipulagðar eru af mannavöldum er án efa erviðara að skilja og sætta sig við en náttúruhamfarir. Þannig hugsa ég það allavega.
Andlega álagið skilur eftir verstu sárin og örin. Auðvitað eiga ríku þjóðir heimsins að taka sig saman og hjálpa öllum þessum lífum án umhugsunar og þó fyrr hefði verið. Annars eru þær þjóðir ekki ríkidæmisins verðar af jarðarauðnum sem þær hafa oft tekið ófrjálsri hendi og skilið aðrar þjóðir eftir í örbyrgð. T.d Haítí! M.b.kv. Anna.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.1.2010 kl. 17:14
Já Anna Sigríður mikið af eymd heimsins er sköpuð af valdhöfum á viðkomandi stað eða völdhöfum í löndum sem jafnvel eru víðs fjarri en ásælast eitthvað íviðkomandi landi - það er sorgleg staðreynd. Víst er að eymdin hefur lengi verið mikil á Haítí. Ekki batnar ástandið nú. Því er ákall tilríkari þjóð heims nauðsynlegt.
Gísli Foster Hjartarson, 20.1.2010 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.