Eggert svarar fyrir sig

 það er gott að Eggert fær tækifæri til að svara fyrir sig. Hann fekk ekki góða skrift á legsteininn frá Sullivan í gær.

Ég held að allir geri sér grein fyrir því að Eggert var ekki einn á ferð á bak við tjöldin hjá West Ham. Hann samt bar væntanlega hitann og þungann af mörgum af þessum hlutum, annað væri óeðlilegt, enda með titilinn executive chairman. Hvaða framkvæmdastjóri knattspyrnuliðs leggur ekki fram kröfur um bestu mögulegu leikmennina? Þeir hafa ekki áhyggjur af því hvaða þarf að borga fyrir þá ef að sá sem fer með ferðina segir peningana til (Lucas Neil og Ljungberg koma upp í hugann. Stjórinn gæti verið rekinn 2 dögum seinna þess vegna. Væntanlega hefur Björgólfur lofað líka upp í ermina á sér, enda á flugi og kröfur í hann nú nema um 101 milljarði!!!

Auðvitað á Eggert að vera stolltur af verkum sínum, en hann á líka að axla ábyrgð, finnst ykkur það ekki?´Sé hann ekki minnast á þarna að hann hafi kannski gert mistök, en þau gerum við nú öll það vitum við. 

„Ég elska West Ham. Þetta er alvöru fótboltafólk sem stendur að félaginu og það er með alvöru stuðningsmenn."

Þarna er ég sammála honum og þetta á nú við allt það fólk sem að ég hef kynnst á mínum þvælingi í þessum enska knattspyrnuheimi. Sama hvað liðið heitir.

Nú verðum við bara að vona það, allavega ég, stuðningsmennirnir og Eggert,  að hagur West Ham vænkist

 


mbl.is Stoltur af mínum verkum hjá West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get tekið undir þetta. Fleiri eiga þátt í þessu og Eggert er ekki einn um skuldaklúðrið, en auðvitað hefði farið honum betur að tala um þetta á jarðbundnari hátt í stað þess að ganga það langt að segjast vera stoltur. Ég get ekki séð eitt einasta atriði í rekstri West Ham sem nokkur maður getur verið stoltur af.

Þessi hugsunarháttur Eggerts er eiginlega svolítið lýsandi fyrir alla þá sem komu að þessari bölvanlegri útrás okkar eyjaskeggja. Peningar uxu á trjám og enginn gerði neitt vitlaust. Þetta er bara heimskreppunni að kenna, ekki satt?

Við skulum bara vona að Íslendingar í heild sinni fái ekki falleinkunnarstimpil í bókhaldi á sig. ;)

Jón Flón (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 11:35

2 identicon

Nýir eigendur West Ham hafa viljað koma sér strax í "góðu bækurnar" hjá áhangendum með því að tala hreint út sem þeir gerðu. Stjórnunin á West Ham var mjög svo á svipuðu nótum og Landsbankanum var stjórnað en ofurlaun voru veitt leikmönnum sem gátu annað hvort lítið (Ástralinn sem ég man aldrei hvað heitir), eða voru í ástarsambandi við sjúkrabekkinn mestan sinn feril (Ljungberg). Þetta sem nýir eigendur West Ham tjáðu sig opinberlega um eru bara staðreyndir sem fjallað hefur verið um lengi. Ég myndi samt halda að Eggert gæti reynst vel hjá West Ham þar sem að þessir öfgar voru eflaust gjörðir tvöfalds gjaldþrotameistara, Bjögga Fool.

Eirikur (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband