21.1.2010 | 14:27
Hundur í mönnum!
Það er hið besta mál að boða til þessa fundar og ég á ekki von á öðru en að hann verði fjölmennur þrátt fyrir að viðbjóðsskítaveður gangi hér yfir þessa stundina. Eftir löndun er það nú samt fyrst landsleikurinn gegn Austurríki hjá mönnum vænti ég, enda íþróttaáhugi almennur og mikill í Eyjum að staðaldri
Bátar hafa veirð að koma til hafnar í dag, á gámadegi, og fara ekki út strax aftur eins og oftast er raunin nú skal skundað til fundar. hrópað, gasprað og gólað máli sínu til stuðnings.
Á þessu máli eins og öðrum eru margar hliðar og ég skil hlið minna nágranna vel.
Þó svo að ég sé nú á því að að lög og reglur eigi að vera í stöðugri skoðun og endurnýjun. Kvótakerfið er ekkert fullkomið og það á að sjálfsögðu skoða eins og annað. Þá geta menn ekki endilega gert eins og ríkisstjórnin er að koma fram með núna og tala um 5% fyrningu án þess að koma með eitthvað af viti í umræðuna. Það virðist ekkert vera í gangi við að koma sjónarmiðum ríkisstjórnar á framfæri, þ.e.a.s. ef að þau eru til.
Auðvitað er ekki eining um þetta mál frekar en mörg önnur en þessi framsetning ríkisstjórnarinnar er ekki upp á marga fiska og til skammar. Maður kastar ekki svona hlutum í umræðuna nema með fastmótaðar hugmyndir. Þannig að allir standi með sitt á hreinu - nú hangir allt í lausu lofti ekki er það það sem að við þurfum hér á landi. -
Svo geta menn líka sagt: Eru menn of snöggir að boða til fundar um fyrningarleiðina? Um hvað ætla menn að fjalla þegar að ríkisstjórnin veit ekki einu sinni hvernig hún ætlar að útfæra málið?
En það verður kannski bara annar fundur ef að ríkisstjórnin kemur þessu einhvern tíma frá sér svo skiljanlegt verði.
Afnám sjómannaafsláttar er annað, sem að ég á erfitt með að skilja. Sjómenn hljóta í framhaldinu að fara fram á að geta fengið dagpeninga? Svo hljóta þeir líka í leiðinni að heimta að fá þetta olíuþátttökukostnaðargjald eða hvað það heitir afnumið. velti því fyrir mér hvað myndi gerast í öðrum greinum ef að menn færu fram á slíkan stuðning.
Hlakka til að heyra hvað kemur út úr þessum fundi.
Þessi flotta mynd af Smáey VE sem fylgir párinu mínu er kannski táknræn um það hvernig menn eru að brjótast í gegnum brimið gegn hugmyndum ríkisstjórnarinnar
Eyjaflotinn kominn í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Gísli
Þetta í fyrsta sinn sem ég er hér inni að blogga.
Ef skil rétt þess leið sem verið rifast um ´segjum að ég kaupi 30 tonn af fiski á segjum svo eftir 5 ár missi ég 5% af kvótanum og sit upp með lánið sem ég tók fyrir þessu ekki tekur rikið það með kvóta missinum.
þið leiðréttið mig .ef fara með fleipur
eigið góðan dag
Zóphonis (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:15
Já það er látið í veðri vaka að Eyjabátar sigli land eingöngu til að funda, en eins og bent er á í blogginu er löndunardagur hjá mörgum þessara skipa og að auk er skítabræla þannig að flestir hefðu siglt í land hvort eð er.
Guðmundur (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:16
Zóphónis þetta er rétt hjá þér það er minn skilningur.
Já Guðmundur þetta er hvorutveggja rétt. Sé enga ástæðu til að reyna að slá ryk í augun á fólki með þetta menn eru í löndun á þessum svokölluðu "gámadögum" slíkur er í dag. Svo er líka skítaveður. Það breytir því ekki að það er fundur og málefnið alvarlegt.
Gísli Foster Hjartarson, 21.1.2010 kl. 16:00
Gísli,,,,,, gámadagur ?????????????
Sem sagt fiskurinn settur í gáma óunnin og fluttur út til vinnslu,
Og gjaldeyririnn ekki heim,,,,,,,,,, þyrla og bílaumboð, talandi um glæpi gegn þjóðinni eða hvað
Sigurður Helgason, 22.1.2010 kl. 00:54
Já Sigurður engar ýkjur svona löndunardagur hafa fengið þetta aukanafn fyrir utan hið venjulega sitt.
Gísli Foster Hjartarson, 22.1.2010 kl. 06:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.