23.1.2010 | 21:08
Frábær sigur en ....smá kvörtun líka
Frábær sigur. Nú er bara að sjá hvað framhaldið gefur okkur. Fnnst sumir leikmenn eiga slatta inni. Aðrir ekki eins mikið. Arnór búinn að vera frábær það sem af er móti. Þrír erfiðir leikir framundan. Ég sagði í bloggi hérna eftir leikinn við Austurríkismenn að við værum bara fjórum sigrum frá undanúrslitum. Sá fyrsti er kominn .....við sjáum hvað setur með framhaldið.
Maður á ekki alltaf að segja það sem að fólki líkar ekki að heyra en það verð ég að segja að Adólf Ingi Erlingsson hefur verið lélegasti maðurinn í Íslenska hópnum þarna úti. Skil oft á tíðum ekki hvaðan strák greyjið kemur. Margra ára reynsla á skjánum en dettur niður í þvílíka vitleysu á köflum. Verð studnum bara að lækka niður í honum. Er ekkert að segja að ég yrði betri, enda sótti ég ekki um starf á íþróttadeildinni á sínum tíma. En samkvæmt mínum kokkabókum má alveg hvíla hann frá lýsingum. Ætli hann verði í fríi á meðan á HM stendur í sumar?
Áfram Ísland
Dönum skellt í Linz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann er alveg ömurlegur, ég þarf líka að lækka í honum.
Karpi (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 21:19
Ég skil ekki af hverju þarf að vera að rakka Adolf niður,,, sem betur fer eru þeir misjafnir sem lýsa og það er bara gaman af því. Mér finnst Adolf Ingi Erlingsson góður í þessu enda er bara gaman af því að hlusta á hversu innilegur hann er í lýsingum sínum.
Hjálmar (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 21:32
Innilega sammála þér Gísli, Dolli er algjörlega fáránlega vitlaus í lýsingunum. Frábær sigur auðvitað hjá liðinu, en Dolla má hvíla indefinitely!
Og Hjálmar... mér finnst þurfa kunnáttu í svona lýsingar og hana hefur Dolli ekki í handboltanum. Hann gat oft ekki borið nöfn fram og hann talaði um ruðning í þó nokkrum tilfellum þegar um ólöglega blokkeringu var að ræða... í stuttu máli: hann var leiðinlegur!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 21:50
VÁ!!!! hvað ég er sammála þér, hann er skelfilegur. Allveg hrikalegt að hlusta á hann, það verður að fara breyta til þarna. Það verður ekki hægt að horfa á HM í sumar ef þessi sköllótti hlunkur á að lýsa því móti...
Elvar (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 21:55
Er sammála þér Eyjaskeggi.....Hjálmar,það er ekki verið að rakka Adolf niður,þó að maður sé að setja útá hann....
Halldór Jóhannsson, 23.1.2010 kl. 22:20
Sammál. Ég bloggaði einmitt um Dolla litla um daginn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2010 kl. 23:47
Svo er flogið með þetta fífl á öll mót, uppihald og flug í boði skattborgara, og ég held bara án djóks að það kærir sig enginn um að hafa hann þarna úti. Svo held ég nú að fæstir nenni að hlusta á hann hérna heima....
Elvar (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.