25.1.2010 | 13:18
Grátlegt pirrelsi Tryggva! ...en hvað
Samkvæmt orðum Tryggva Gunnarssonar má leiða að því líkur að þjóðin þurfi á áfallahjálp að halda þegar að skýrslan verður gerð opinber eftir 5 vikur eða svo.
Maður hefur haft sínar efasemdir um störf þessarar nefndar og því hvernig hún myndi taka á þessu öllu saman. En svo virðsit sem að nefndarmenn hafi verið orðnir ansi pirraðir og svekktir ef að eitthvað er að marka orð Tryggva. Því geri ég ráð fyrir að þarna verði á ferðinni eitthvað sem að þjóðin mun eiga erfitt með að kyngja.
Spurningin er því en sem fyrr þessi. Mun allt springa hér í loft upp eða verður þetta allt kveðið í kútinn og öll dýrin í skóginum verða vinir.
Við skulum hafa þessi orð Tryggva í huga þegar skýrslan kemur fram í dagsljósið.:
„verið gráti nær og mjög pirraður yfir því sem maður hefur séð.“
![]() |
Gráti nær yfir efni skýrslunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við sauðsvartur pöpullinn sem höfum fengið að blæða fyrir fjárglæfrahyskið og stjórnmálapakkið skulum nú undirbúa öfluga mótmælabyltingu og viða að okkur tilheyrandi vopnum!
corvus corax, 25.1.2010 kl. 13:49
Jamm, og enn eykst spennan í ljósi orða hans. Ætli nokkur framtíðarjólaflóðabók muni komast með tærnar þar sem þessi skýrla mun hafa skuggan þegar kemur að lestri???
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 25.1.2010 kl. 13:58
Það læðist að manni sá ljóti grunur að búið sé að selja land og þjóð í hendur einhverra auðhringa....BÓKSTAFLEGA !!!!
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.