EM meistarar í jafnteflum!!!!

Frábær leikur. Sárt að ná ekki að landa báðum stigunum. Óli Stef frábær, hreint út sagt.  Allir aðrir flottir og ekki undan neinu að kvarta frá liðinu. Nokkrir skrýtnir dómar í dag en svona er það.

Við en í öðru sæti, Rússar á morgun -  og við en í möguleika í umspil um titilinn.  Áfram Ísland

e.s. Adólf Ingi búinn að taka algjöra U-beygju á Óla Stef. Óli aftur orðinn heimsins besti leikmaður og þar fram eftir götunum.


mbl.is Jafntefli gegn Króötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ólafur er frábær leikmaður, nánast alltaf. Það er ekki hægt að ætlast til að menn eigi alltaf frábæran leik, ekki einu sinni Óli Stef sem er einn albesti handknattleiksmaður í heiminum fyrr og síðar. En íslenska liðið hefur ekki úthald í heilan 60 mín. leik svo það verður að vinna að því að stytta handboltaleiki niður í 55 mínútur fyrir Ísland.

corvus corax, 25.1.2010 kl. 16:56

2 identicon

Ansi fórst þú nú nálægt úrslitatölunum.Því miður þurfum við nú að búa við að þurfa að elta

Króata uppi og vonast í senn til að þeir tapi stigum,Þeir ættu að geta sigrað Austurríkismenn

með nokkrum mun.Stóra spurningin er hinsvegar hvernig Danir standi sig gegn þeim.Ætíð

ætlar það að fara svo að við þurfum að halda með Dönum,nauðugir viljugir.Hvað um það, við eigum enþá eftir bæði Rússana og Noreg og ég vona að nú sé komið nóg af jafnteflum.Tími

er kominn til að vinna einhverja aðra en Dani.Eitt er víst,engin mót vinnast á jafnteflum.

sigurður V Guðjonsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 17:57

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

corvus corax - Þú ert hér með ráðin í að fá leiktímann styttan. Skrýtið samt að við skulum ver að glopra þessu niður á síðustu mínútunum þar sem að mér fannst fyrir mót við vera svo andsk.... (afsakið orðbragðið) sleipur alltaf á lokakaflanum.

Sigurður já þetta stóð tæpt hjá mér. Einmitt eins og þú segir þá var ég að vonast eftir því að við næðum að ýta króötum aftur fyrir okkur en því miður. Við verðum bara að vinna okkar 2 og stóla á að danir taki þá en geri jafntefli við Norðmenn eða Rússa. Við náum ekki nema 3ja sæti í riðlinum ef að við ætlum að spila alltaf upp á jafntefli.

Gísli Foster Hjartarson, 25.1.2010 kl. 19:17

4 Smámynd: Magnús Gísli Ingibergsson

Þið áttið ykkur á að okkur dugi 2. sætið í riðlinum til að komast í undanúrslit keppninnar. Til þess dugir okkur að vinna næstu tvo leiki.

 Þannig að þetta er allt í okkar höndum.

Magnús Gísli Ingibergsson, 25.1.2010 kl. 20:48

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Magnús við gerum okkur grein fyrir því að 2 sætið dugar til að fá að spila um verðlaunasæti.1, 2 eða 3ja allt eftir hvernig fer í undanúrlsitunum. En það er þröngt setið í riðlinum og ekkert má útaf bregða

Gísli Foster Hjartarson, 25.1.2010 kl. 21:41

6 identicon

Einn sigur í milliriðli gæti skilað okkur öðru sætinu, t.d. á Rússum. Króatar fara væntanlega í 7 stig minnst með sigri á Austurríkismönnum (þó allt geti gerst á góðum Degi.)

Þá verða Danir að vinna Norðmenn og tapa fyrir Króötum og Ísland myndi lenda í öðru sæti vegna sigursins á Dönum.

Vinni Norðmenn Dani verður Ísland-Noregur úrslitaleikur um annað sætið, jafnvel eftir ósigur gegn Rússum. Þá dugar Dönum ekki að vinna Króata.

Verði Norðurlandaþjóðirnar jafnar að stigum í lokin, t.d. með sigri okkar á Rússum, tapi fyrir Noregi og dönskum sigri á Noregi, gildir væntanlega heildarmarkatala og þar myndum við líklega hafa vinninginn.

Best væri samt að geta lagt rússneska björninn sem á ekki möguleika á að leika um verðlaunasæti.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband