Mátt líka vera það karlinn

Hafðu heila þökk Guðmundur Þórður sem og piltarnir þínír í landsliðinu. En og aftur er það handboltalandslið þjóðarinnar sem rífur þjóðina upp á tærnar í skammdeginu þegar lítið blasir við annað en leiðindi. Bara þessi tilhlökkun að bíða eftir næsta leik er næg til þess að kveikja í fólkinu. Um lítið aðnnað virðist vera talað - jafnvel hjá þeim sem lítinn sem engan áhuga hafa á boltanum. Mamma er kominn með nöfnin á strákunum á hreint, pabbi með klísturdós í bílskúrnum, dóttir mín hoppar og skoppar um húsið og talar um landsliðið og spyr hvort hin liðin geti nokkuð!!!!

Auðvitað er þetta ekkert búið, þó að það styttist í þessu. Það er búið að vera gaman að fylgjast með þessu og ég veit að strákarnir munu ekki bregðast okkur á næstu dögum. Ég sagði að við yrðum á topp 6 í lok móts og ég er en á því.

tilmarks um það hversu sterk áhrif handboltinn hefur á þjóðina þá var útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frestað um 4 vikur til að trufla ekki nefndarmenn, sökudólga og þjóðina á meðan á keppni stendur!!!

Áfram Ísland


mbl.is Guðmundur: Stoltur af frammistöðu liðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já strákarnir eiga margt á samviskunni...EN GOTT:) Hafi þeir þökk fyrir...

Nefndarmenn,sókudólgarnir...hljóta að vera ánægðir að fá þessa frestun...þeir fyrri að sækja sér fleiri vasaklúta...hinir að koma sér betur frá þessu ....en svo er spurnig hvort þeir hefðu ekki átt að LAUMA þessu frá sér núna,meðan þjóðin er svo glöð og upptekinn af strákunum..og lesa bara íþróttasíðurna...Kveðja.

Halldór Jóhannsson, 25.1.2010 kl. 22:10

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

nei veistu Halldór ég hald að það verði sama hvað verður í gangi fólk mun ekki láta umræðuna um skýrsluna framhjá sér fara.

Gísli Foster Hjartarson, 25.1.2010 kl. 22:19

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Maður bara treystir ekki þessari nefnd og co....Jú fólkið mun fylgjast grannt með..EN hvað verður falið,og hverjir sleppa?...og verður bara skellt skuld á D........Kveðja

Halldór Jóhannsson, 25.1.2010 kl. 22:30

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég veit ekki hvernig þetta endar en miðað við dramað í kringum þessa fundi og yfirlýsingarnar þá myndi maður ætla að einhver fengi að heyra það en lengra mun það ekki ná. Hef ekki trú á því. Menn segja að D-menn séu tilbúnir að fórna G. Haarde!!! Ef hann fer á höggstokkinn þá held ég að það hljóti að fylgja honum nokkrir og ekki bara einhver D-dátar. En ekkert verður dæmt í neinu sem út úr þessu kemur menn fá gula spjaldið svo mun pólitíkin reyna að sópa öllum ummerkjum undir teppið. Rétt eins og nú þegar er hafið.

Gísli Foster Hjartarson, 25.1.2010 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.