25.1.2010 | 23:18
Hægri hönd af við öxl!!!
Oft hefur maður heyrt á tali kvikmyndagerðarmanna að það sé nánast ómögulegt að gera myndir á íslandi. Allt byggist þetta á styrkjum og aftur styrkjum. Ef þeir fást ekki þá gerist þetta eða hitt. Ég tel óhjákvæmilegt annað en að höggva í þetta styrkjakerfi í þessu árferði. Já og þó sárt sé þá held ég að RÚV verði að skera í þennan pakka eins og aðra. Hvort það er Palla Magg einum að kenna er ég nú ekki alveg viss um. hefur ekki RÚV verið skrambi duglegt síðustu misseri að sýna íslenskt efni? Mér hefur fundist það. Auðvitað er alltaf hægt að fara fram á meira og meira.
Hef nú þá trú þrátt fyrir þetta tal allt um niðurskurð og að að kvikmyndagerð á Íslandi hafi misst annan handlegginn að þá munum við sjá hversu frjóir og öflugir í raun íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru. Í kreppu fæðast oft góðar hugmyndir, nýjar og óvæntar leiðir og því munum við sjá góðar myndir halda áfram að koma fram á sýningartjöldin. Þó ekki sé allt það dýrasta og besta fyrr hendi hafa kvikmyndagerðarmenn víðast hvar í heiminum sýnt fram á að hægt er að gera góðar myndir fyrir örlítið minna fé. Ef menn hafa góða hugmynd og gott fólk þá fæðist oft eitthvað skemmtilegt - ekki segja mér að þið ætlið bara að stinga hausnum í sandinn!!!
![]() |
Fordæmislaus niðurskurður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar að velt er við steinum í Þjóðleikhúsinu og Ríkisútvarpinu verður allt vitlaust. það er eins og það megi ekki hrófla við þessu liði sem hangir utan á þessum stofnunum.
axel (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 23:35
helduru að kvikmyndagerðamenn séu í þessu bara svona í sínum frístundum, um helgar ogsvona eða þegar þeir eru ekki á sjónum?
haldið þið snillingar að það myndi ekki heyrast örlítið í sjóurum ef ákveðið væri að banna fiskveiðar í 2 ár? þetta er heil stétt fólks sem er verið að þurka út.
þetta er aðrbær bissness sem skilar því sem það fær frá ríkinu fjórfallt tilbaka!
earth_guake@hotmail.com (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 01:57
Axel það má mín vegna velta við steinum á báðum þessum stöðum og það á í raun að gera það reglulega til að halda þessu liði á tánum.
Earth_quake Ef að þetta er atvinnugrein sem að skilar því fjórfallt til baka sem að hún fær frá ríkinu þarf þá eitthvað að vera að styrkja þessa atvinnugrein? Getur hún þá ekki bara staðið undir sér sjálf.
Víst veit ég að þarna skapast tekjur og það oft á tiðum miklar, eins og þú segir sjálfur. Það er engin að banna fólki að gera kvikmyndir síður en svo. Það er verið að draga úr styrkjum, það er ekki sambærilegt því að banna eitthvað í 2 ár.
Gísli Foster Hjartarson, 26.1.2010 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.