28.1.2010 | 16:41
Arnór Atla þjóðhetja!!!
Snilldarleikur hjá þessari elsku. Auðvitað er þetta sigur liðsins en drengurinn var frábær í dag. Ég man en eftir því þegar ég sá hann fyrst spila með KA gegn ÍBV hér heima í Eyjum þetta var mér erfiður leikur þar sem að ég vanalegamissti mig á heimaleikjum liðsins en í þetta skiptið var ég að skrifa fyrir DV að mig minnir. í forföllum einhvers. Drengurinn var þá bara barn, nánast en með bleygju, en átti stórleik. Ég minntist þess bara ekki eftir því að hafa séð svona ungan mann koma og slá í gegn í Eyjum á velli sem var nánast eins og í sardínudós - fullt hús og allt geðveikt (veit samt ekki alveg hvort það er fjör í sardínudós!!!). - frábær spilari, hef alltaf haft mikið dálæti á honum síðan þetta var.
En strákarnir hafa svo sannarlega kveikt ljós hjá annars vængbrotinni þjóð og gleðin hefur bara aukist eftir því sem liður á - snilldin ein. Takk fyrir
Ég spáði topp 6 - það er komið. Nú er ég að verða saddur en vona að gleðigjafarnir i Austurríki séu ekki að verða saddir.
Til hamingju peyjar og aðstandendur - Áfram Ísland
Ísland í undanúrslit á EM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stoltur að hafa æft með honum fótbolta. Áfram Ísland.
Trúlaus (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 16:49
Óla Stef til forseta.
Guðmundur St Ragnarsson, 28.1.2010 kl. 16:53
Djöfull er þetta gaman!
Björn Birgisson, 28.1.2010 kl. 16:54
Foster Foster, þú ert þjóðhetja
en hvar ætli Fjeldsteðurinn feli sig núna ?
Krímer (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 17:07
Snillingar allir sem einn
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 18:20
Trúlaus þú mátt vera ánægður.
Guðmundur ég hef nú stundum sagt að kannski að maður ætti að bjóða sig fram til forseta en ef að Óli fer þá hef ég ekkert í þetta að gera, það er á hreinu.
Björn þetta er búin að vera eilífð hamingja, verður vonandi svo áfram.
Krímer þakka þér, veit ekki hvar Fjeldsteðurinn felur sig núna.
Frænka ekki ætla ég að segja þig ljúga.
Gísli Foster Hjartarson, 28.1.2010 kl. 18:28
Geta Eyjamenn ekki eignað sér Arnór. Er hann ekki eitthvað tengdur í Eyjar, einnig Heiðar Levy
GAZZI11, 28.1.2010 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.