Stormur í tebolla?

Erlendis láta menn þetta líta út sem nánast ekkert sé í gangi. Á stöndum við á öndinni og bíðum eftir að þessar þjóðir gefist upp og gangi til liðs við okkur og felli niður nánast allar okkar skuldbindingar. Verður gaman að sjá hvort einhverjar hreyfingar verða í kjölfarið eða hvort við verðum bara föst á sama stað. En orð eru til alls fyrst
mbl.is Íslendingar óskuðu eftir fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það á að fresta þessu máli í tvö ár og snúa sér að öðrum verkum.

Sigurður Þórðarson, 29.1.2010 kl. 12:15

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sammála Sigurði.

Fellum þennan samning í þjóðaatkvæðagreiðslunni og snúum okkur að öðru.

Ef núverandi ráðherrar treysta sér ekki til að stjórna landinu eftir að þessi samningur verður felldur þá á það fólk að hætta þessu væli og fara úr ríkisstjórninni og hleypa nýju fólki að. Nú eða stjórnin fer frá völdum.

Bretum og Hollendingum verður ekkert þokað í þessu máli. Tilgangslaust er að ræða við þá. Þeir eru með besta samning í heimi og vilja halda í hann. Þess vegna verður að fella þennan samning í atkvæðagreiðslunni. Þá fyrst átta Bretar og Hollendingar sig á því að þjóðin er búin að hafna þessum samning og hann þar með úr gildi fallin. Stjórnvöld haf þá ekki umboð til að semja á sömu nótum og núverandi samningur er á.

Vilji þeir halda til streitu ólögmætum kröfum sínum (skv. okkar færustu lögmönnum, Sigurði Líndal o.fl.) þá eiga þeir að koma til okkar og þeir fundir eiga að fara fram á Íslandi. Í þeim samningum á jafnframt að semja um bótakröfur vegna þess að Bretar settu á okkur hryðjuverkalög og felldu með því afganginn af bankakerfinu á Íslandi.

Ef við gerum nýjan samning við Breta og Hollendinga þá eiga það ekki að vera neinir nauðasamningar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.1.2010 kl. 12:31

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já nóg er af verkefnunum strákar, svo mikið er víst.

Ég er samt ekki alveg að fatta hvað menn eru að æða út, get ekki séð að útlendingarnir hafi ljáð máls á að taka þetta mál upp og segi eins og þú Friðrik verði málið fellt þá eiga þeir að, og munu,  koma - pottþétt.

Svo er maður alltaf að spá í hvort eitthvað gruggugt varðandi þetta mál kemur í ljós með hrunskýrslunni sem kannski varpar ljósi á afhverju við vorum keyrð upp að vegg?

Við bara bíðum og sjáum hvað setur.

Gísli Foster Hjartarson, 29.1.2010 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband