Hraunað yfir umheiminn

Það er baráttuhugur í forseta vorum hann hefur geyst fram á vígvöllinn, gott ef að hann er ekki í handboltabúning innanundir skytunni og bindinu. Tekið upp hanskann fyrir þjóðina og reynt fimlega að verja hana ágangi annarra þjóða og þá sérstaklega þeirra er hann segir að séu að kúga okkur. Allt má þetta vera satt og rétt hjá forseta vorum

Samt finnst mér við alltaf verða hálf aumkunarverð þjóð þegar......

Ólafur Ragnar segir Ísland lítið ríki sem er reiðubúið til að bera sinn hluta af byrðunum en Íslendingar vilja ekki vera settir út í horn á þann hátt að efnahagur landsins næstu tíu árin er í húfi.

Á CNN er farið yfir hvað fellst í Icesave-samkomulaginu og að Ólafur Ragnar hafi neitað að staðfesta lögin sem samþykkt voru 30. desember. Hann tekur í viðtalinu við CNN dæmi af því hve miklar byrðarnar yrðu á hvern Breta ef miðað væri við höfðatölu. Þetta jafnist á við að breskir skattgreiðendur þyrftu að greiða 700 milljarða punda á næstu árum og áratugum.

Er þetta ekki dæmi um að tala í hring? Hér fór forsetinn líka í handboltatreyjuna inn undir skyrtu sína og bindi og talað um öll þau afrek sem að þessi fámenna þjóð var að vinna í fjármálaheiminum hann fór með útrásarvíkingum og öðrum og talaði um alla þá menntun og hæfileika sem að þessi ágæta litla þjóð í norðri gæti fært umheiminum. Jú við vorum sko nánast númer 1, 2 og 3 aðrir gátu sko lært af okkur!!!!

Ólafur Ragnar, eins og margir aðrir, sló um sig með hvað við vorum mögnuð þjóð með víkingablóð í æðum en fámenn, við vorum klárlega einstök, eftir okkur var tekið. Við vorum að afreka, per haus, hluti sem að aðrar þjóðir dreymdi um og svo framvegis.

Þetta var og er allt rétt hjá forseta vorum eini munurinn er að formerkin eru ekki lengur + heldur - Afrekin voru ekki mikil þegar bardaganum lauk - við töpuðum.

Við erum með kúkinn í buxunum drögum fram höfðatöluna okkur til varnar og svo framvegis. Þjóðir taka fast á okkur og láta okkur vita að yfirgangurinn og sjálfumgleðin var kannski aðeins of mikill hjá þjóðinni.

Sannast þar að það borgar sig að koma vel fram við þá sem að þú hittir á leiðinni á upp því þú gætir þurft á þeim að halda á leiðinni niður ...............

 

 


mbl.is „Það er verið að kúga okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hann er að koma til baka með iðrun ekki ætla þeir sem stálu peningunum að gera það stela bara meiru í skjóli nætur.

Sigurður Haraldsson, 30.1.2010 kl. 09:40

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Stela ekki bara meiru nú eru menn á fullu að manna stöður bankanna með sama fólkinu og allt skal varið og komið í sama farið - pólitíkin eltir vil halda í sitt - spillingin heldur áfram.

Gísli Foster Hjartarson, 30.1.2010 kl. 09:52

3 identicon

Batnandi manni er best að lifa. Skárra en að vera í afneitun og verja gamlar syndir.

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 10:05

4 identicon

nafni ekki stela ljóttorð friðum Rjúpuna höfum nóg af öðru.

gisli (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 10:42

5 identicon

 Nú er lag, að hefja hvassa sókn!

ÓRG er að gera góða hluti núna.  Hann hefur gert iðrun og fylkir nú með þjóðinni.  Af hverju fylkir 4-flokkurinn ekki með forsetanum og þjóðinni?  Hverra erinda gengur 4-flokkurinn? 

Við höfnum því að borga óreiðu-skuldir íslenskra einka-vina-væddra fjár-glæpamanna, sem enn fá að valsa óáreittir um allt valdakerfið og stofnanir ríkisins.

Hvers konar þingmenn vilja ganga erinda fjár-glæpamanna, en gegn forseta og þjóðinni?

Við segjum auðvitað NEI, þingmenn allir hljóta líka að gera það...að lokum.  Eða vilja einhverjir þingmenn beinlínis ganga gegn forsetanum og þjóðinni?

Ég hef þá trú að þeir muni allir iðrast að lokum og snúa af villu síns vegar og muna að þeir sitja á þingi fyrir þjóðina og segja...að lokum...NEI!

Við segjum öll NEI!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 16:38

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það eru nokkrir dagar í það að ég losna undan oki bankana það verður frábært að geta staðið á móti spillingunni ó járnaður við þessar stofnanir því miður eru fæstir í stakk búnir til að losa sig undan þeim og því ætla ég að helga minn tíma nú um skeið til hjálpar þeim með mótmælum og vörnum gegn spillingunni.

Sigurður Haraldsson, 30.1.2010 kl. 23:01

7 identicon

Heyrðu væni, hefur hvarflað að þér að fá prófarkalesara til að yfirfara bloggið þitt áður en þú gerir það opinbert?  Það væri kannski mögulegt að þú yrðir skiljanlegur.

Annars að málefninu, það sem Ólafur er að segja, og öll þjóðin, er að íslendingar þurfa ekki  meðaumkun og vorkun, heldur RÉTTLÆTI.  Þú þarft ekki að vera stór og voldugur til að heimta réttlæti.  Jafnvel verstu illmenni eiga siðferðislega kröfu á réttlátri málsmeðferð.  En auðvitað eru til huglausir ræflar í öllum samfélögum, ræflar og hugleysingjar sem halda að þeirra upphefð felist í því að spyrja "hversu hátt" þegar þeim er skipað að hoppa.

bjarni (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 23:30

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bjarni ertu að skrifa til mín bjarni með litlu b. ef það er ég þá á ég erfitt með skrif vegna lesblindu samt á ég ágætt með að læra

Sigurður Haraldsson, 1.2.2010 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.