30.1.2010 | 17:24
Sérstakt?
Velti því fyrir mér er þetta ekki örlítið sérstakt að banna landsliðinu þátttöku í tvö heil mót. Liðið verður fyrir hryðjuverkaárás og það verður mannfall í hópnum hjá Tógómönnum. Kannski ekki leikmenn sem féllu frá en engu að síður partur af heildinni sem var á leið í mótið. Mér finnst þetta full mikið. Kannski dæma menn liðið í 2ja móta bann með það í huga að þeir áfryji og fái aðeins eitt mót í bann út úr því, eins vitlaust og það kann að hljóma.
En svo getur náttúrulega hugsast að menn séu bara að refsa Tógómönnum fyrir að hafa komið landleiðina til leiks. Þar sem búið var að hvetja öll lið til að koma flugleiðis til landsins útaf hættu á því að akkúrat svona hlutir gætu gerst.
Tógó í tveggja móta bann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta er mjög sérstakt...
Halldór Jóhannsson, 30.1.2010 kl. 17:36
já þetta er skrýtið...
að refsa þeim fyrir að hafa lent í hryðjuverkaárás, og að treysta sér ekki til að halda áfram.
Vignir Ari Steingrímsson, 30.1.2010 kl. 18:02
Í fyrstu kemur þetta spánskt fyrir sjónir en ég hef skilning á þessu.
Ástæða bannsins er ekki sú að liðið eða þeir sem að því stóðu tóku lokaákvörðunina um að liðið tæki ekki frekar þátt. Ástæðan er sú að ríkisstjórn landsins, ekki knattspyrnusambandið í Tógó, tók ákvörðunina. Þetta stríðir gegn reglum FIFA um að knattspyrnusambönd skulu vera óháð stjórnmálalegum öflum í öllum skilningi. Þannig er þetta refsing til handa stjórnvöldum í Tógó og e.t.v. að e-u leyti knattspyrnusambandinu fyrir að lúta vilja þeirra.
Það þykir mér skiljanlegt.
Friðrik (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.