Sama sullið eða hvað?

Ekki eru nú svakalegar breytingarnar þarna, ekki frekar en í prófkjörinu hjá Íhaldinu um daginn. Það eru sömu múldýrin tjóðruð í efstu sætin. Ég veit það ekki það virðist ekki vera þörf á breytingum í borginni miðað við niðurstöður þessara prófkjöra sýna það. Vissi ekki að það ríkti svona mikil hamingja  með pólitíkusa í höfuðstaðnum, eins og nú hefur komið í ljós.

Kannski er það fólk sem er innlimað í þessa flokka svo samdauna eigin flokkssál að það höndlar ekki breytingar og reiknar frekar með því að brauðmolar falli til þeirra af borðum borgarstjórnar ef að sama liðið og sat þár áður situr áfram? Ég veit ekki en ég bjóst við því að það yrðu meiri hrókeringar hjá báðum þessum fylkingum. EN það er ekki að marka, ég sé þetta úr fjarlæg og verð ekki var við þann góða rekstur sem virðist vera á borginni og öllu henni tengdu.


mbl.is Átta atkvæði milli Bjarna og Dofra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já og allir svo glaðir og sáttir með listanna..svo sigurstranglegir listar:(:(..jú og svo endurnýjun..svei...

Í Hafnarfirði að vildi Lúðvik  vera í sjötta sæti..að sjálfsögðu lenti hann í því...skrítið nei..

Til hvers er prófkjör..90 % er búið að ákveða fyrir þig hvernig á að kjósa og setja í sæti  Jón séra Jón og litla Jón.....en hin tíu% skipta litlu máli ....

Bjakk bara...

Halldór Jóhannsson, 31.1.2010 kl. 03:05

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þarna erum við sammála félagi og höfum verið í þessari umræðu um þessi prófkjör en ekkert breytist þó að við séum sammála!!!

Gísli Foster Hjartarson, 31.1.2010 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.