31.1.2010 | 16:06
Enn ein rósin
Þessi tilnefning er en ein rósin í hnappagat þessa magnaða íþróttamanns. AUðvitað fannst okkur hann ekki alltaf vera að standa sig eins og hann getur, en kröfur okkar eru náttúrulega ekki alveg í lagi. Nú veit maður aldrei hvenær kappinn dregur sig í hlé í þessu harki öllu. En miklar á hann inni þakkirnar hjá okkur íþróttaunnendum og iðkendum fyrir framlag sitt til íþrótta og heilbrigðs lífernis.
Til hamingju meistari Ólafur Stefánsson
Ólafur Stefánsson valinn í lið mótsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér nafni að frammistaða Óla á þessu móti var kannski ekki sú besta sem hann hefur sýnt. Hef á tilfinningunni að þessi tilnefning sé frekar svona heiðurstilnefning en nokkuð annað. Líklega síðasta stórmót Óla, allavega í stóru hlutverki.
Gísli Sigurðsson, 31.1.2010 kl. 17:05
Arnór Atlason á líka skilið að vera þarna.
Gulli (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 17:23
JÁ Gulli. Arnór var okkar besti maður að mínu mati.
Gísli Foster Hjartarson, 31.1.2010 kl. 17:32
Þeir halda líklega að Óli ætli að fara að draga sig í hlé
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 18:17
Það er ekki verið að velja besta íslenska leikmaninn, heldur er Ólafur valinn bestur í sinni stöðu á mótinu. Enda hefur enginn staðið sig betur í stöðu vinstri handarskyttu á þessu móti. Tékkinn Filip Jicha stóð sig best í stöðu hægr ihandarskyttu á þessu móti.
Ingvar
Ingvar, 31.1.2010 kl. 18:43
Rétt hjá Ingvari, áttaði mig bara ekki á því að það er lítið um örvhentar skyttur á þessu móti t.d. enginn í gull eða silfurliðunum. En það er gaman að því að Óli ætlar að gefa kost á sér í landsliðið áfram.
Gísli Sigurðsson, 31.1.2010 kl. 19:27
Það voru svo assskoti margir frábærir á þessu móti hjá okkur:)Sem betur fer er farið að treysta á marga og eru traustsins verðir:)
Til hamingju allir Íslendingar:)
Halldór Jóhannsson, 31.1.2010 kl. 20:18
Ég gat nú bara aldrei séð hvaða stöðu Óli Stef , gengdi þarna á vellinum,hann virkaði mjög þreyttur alla leikina , hann er búin að skila sínu og tími til komin að ungu mennirnir fái að taka við.
Númi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 22:40
Ætli Óli hefði hlotið nokkra viðurkenningu ef landar hanns hefðu staðið að kjörinu.Persónulega fynnst mér flestir heimafyrir líti allt öðrum augum á leikstíl Ólafs en erlendir aðilar sem sjá vel
hvílíka yfirsýn og leiðtogahæfileika hann hefur yfir að ráða.Það er ekki fyrir tilviljun að oft leggja
mótherjar okkar sérstaka áheyrslu á að reyna að klippa Ólaf út úr leiknum og koma þannig í veg
fyrir að honum takist byggja upp spil fyrir lið sitt.Ólafur hefur oft áður skorað mun fleyri mörk,en
hann gerir bara svo marg meira.Sendingar hanns eru mjög vel tímasettar og hárnákvæmar.ófá eru mörkin sem eru sett úr hraðupphlaupum eftir eitraðar sendingar ólafs.Vissulega kemur að
kynslóðaskiptum í íþrótt þessari sem og öðrum og eitt er víst ,við eigum fjöldan allan af efnilegum já og góðum mönnum sem eru tilbúnir að taka við.Ég tel okkur heppin að njóta krafta
Ólafs meðan hann enn telur sér fært.
sigurður V Guðjonsson (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 02:35
Óli Stef er frábær, ekki spurning. Held að flestir geri sér nú grein fyrir að í liðið er valið eftir stöðum. Víst er að Ólafur var með þeim betri þarna hægra megin, ef ekki sá besti. Erfiðara var fyrir Arnór að komast að enda um fleiri að velja, og svo er þetta líka pínu politík. VIð hefðum sennilega öll valið Arnór líka og jafnvel fleiri, enda við ekki alveg hlutlaus - he he
Gísli Foster Hjartarson, 1.2.2010 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.