Stríðið er hafið!!!

Get nú ekki sagt að ég sé hlynntur því að Ísland sé að styðja stríð hér eða þar í heiminum. Alveg sama hver á hlut að máli. Við sem friðelskandi þjóð (oftast nær). Höfum ekkert með að gera að vera að setja okkur á háan hest og styðja stríð og stríðsfyrirætlanir hér og þar - í mínum huga. Getum ekki einu sinni varið okkur sjálf ef til slíkra átaka kemur, og því kannski best að hafa aðgang að öllum liðum ef til átaka kæmi ;-) 

Auðvitað fannst manni á sínum tíma undarlegt að vera að styðja þessa fyrirætlan að ráðast inn í Írak og ekki leit það betur út þegar af stað var farið og hlutirnir komust á hreint og engin voru kjarnavopnin, en olían er næg.  Veit ekki hvað skal segja líf fólks þarna virðist upp til hópa lítið hafa skánað á þessum árum síðan innrásin var gerð, þó ég þekki það ekki frá fyrstu hendi. Endalausar sprengingar hér og þar, og fleira í þeim dúr.  Þá hefur ekki verið til að bæta ástandið hegðun bandarískra hermanna á svæðinu. Framkoma þeirra við andstæðingana virðist oft á ansi lágu og viðbjóðslegu plani. Held að þau vinnubrögð vinni ekki inn traust hjá Írösku þjóðinni.

En hvort rétt er að eltast við ákvarðanir Dóra frænda og Dabbi frá þessum tíma, veit ég ekki. Auðvitað var henni ekki fagnað allsstaðar og væntanlega hefði þar verið hægt að sína meiri fagmennsku við vinnslu stuðningsins, rétt eins og í mörgum öðrum málum en svo var ekki.

Nú man ég ekki allt. Er ekki bara málið að segja sig bara úr þessum stuðningshópi við stríðið ef ekki er þegar búið að því?  Það liggja stærri mál á borðinu,  sem eins ótrúlegt og það kann að hljóma tengjast á vissan hátt líka stjórnartíð Dóra frænda og Dabba. Mál sem standa okkur nær í tíma og rúmi og skaða okkur meir en þessi blessaði stuðningur.

 


mbl.is Þingmenn rannsaki þátttöku í Íraksstríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ég er sammála þér...það mátti deila um þetta á sínum tíma.....en mér finnst ekki ástæða að fara setja einhverja þingnefnd til rannsóknar núna ,og verður hún ekki á launum,skaffa sér smá krónur meir í vasann...Þetta er ekkert annað en pólitík núna,kæfa aðeins Icesave og vandræðin hjá stjórn... Það eru brýnni mál sem liggja fyrir..

Össur ætlar aldeilis að bæta við mannskap til að þýða að aðildarumsóknina í ESB...Það mætti nú leggja í frost...

Halldór Jóhannsson, 1.2.2010 kl. 21:07

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Halldór leggja í salt ja eða bjóða okkur kafla til að þýða - he he, líst betur á það he he

Gísli Foster Hjartarson, 1.2.2010 kl. 22:16

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Rétt  hjá þér:)

Halldór Jóhannsson, 1.2.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband