Hvar eru þakkirnar?

Bloggin okkar og mbl.is haldast vel í hendur og eru að því er ég tel stór þáttur í vinsældum mbl.is. Fáum við bloggarar ekki þakkir? - he he

Ég vil nota þetta tækifæri og þakka fyrir Moggabloggið sem að maður nýtir sér, meira en góðu hófi gegnir segja sumir en það verður bara að hafa það.

En fyrir mig sem prentsmiðjudúdda þá er ekki sérstaklega spennandi að sjá þessar minnkandi lestrartölur, ekki bara á Mogganum heldur líka á Fréttablaðinu. Ekki það að ég hafi hugsað mér að taka að mér prentun þessara blaða. Ég sé um minn Sjónvarpsvísi og þar er lesning góð og meira að segja farnar að koma fyrirspurnir ofan af landi um að fá hann í pósti  þó svo að allar auglýsingar séu fyrir innanbæjarmarkað. - Eyjamenn eru pínu skrýtnir svei mér þá.

Ég er svo sem ekkert hissa þó að lesning á vef mbl.is minnki þar sem mikið er um framboð af fréttavefjum og maður einfaldlega gleymir sumum þeirra dag eftir dag. Svo einfalt er það. Jú og svo fóru margir ofan í skotgrafirnar þegar Dabbi var ráðinn og hættu að kíkja í kaffi og eflaust er það partur af minnkandi umferð þó svo að munurinn sé ekki svakalegur.

Kíktu í kaffi - kíktu á mbl.is


mbl.is Nær óbreytt notkun á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.